loading/hleð
(16) Page 10 (16) Page 10
10 kosti auðsætt, að hver þíngmaður verður að álíta það skyldu sína við þjóð og þíng, að heimta hinarfyllztu og ítarlegustu skýrslur um þvílík mál, og allt horf þeirra, áður en þíngið skýrir frá áliti sínu um þau, með því að það er varla efunarmál, að ríkisþíngið muni vilja skera og skapa þau mál eptir sínu höfði, og teyma svo stjórnina á sínu bandi. Vér skulum nú íhuga hina innri hlið málsins, eða merginn í frumvarpinu. Eins og áður er á vik- ið, ákveður frumvarpið ekkert fast fyrirkomulag á stjórnarskipun eða fjárhagsstöðu ísiánds, en er að eins bráðabirgðarráðstöfun um 12 ár. Eins og höf- undur «bréfsins» kemst að orði, þá er þettastjórn- arfrumvarp frumvarp til úrslita, sem í raun og veru eru engin úrslit. Af ymsum orðum og orðtækjum frumvarpsins má ráða í, hvílíka stöðu vér Íslendíngar eigum í vændum og hún er eigi tiltakanlega glæsileg, þótt hún í einstökum atriðum sé álitlegri en hún leit út fyrir eptir frumvörpunum 1851 og 1857. Að vísu er gjört ráð fyrir, að alþíng skuli hafa fjárhagsráð i þeim málum, er eingaungu varði ísland, en jafn- framt er svo til ætlazt (sjá G. gr.), að aðalstjórn landsins skuli vera í Iíaupmannahöfn, og kostnaður- inn við hana skuli eigi vera talinn til útgjalda lands- ins. fetta er auðsjáanlega svo að skilja, að landið skuli eigi standa í neinu sérstaklegu sambandi við konúng, skuli eigi hafa atkvæði í þeim almennum málum, er það kann að vilja láta sig skipta, og skuli eigi fá neina aðalstjórn í landinu sjálfu, heldur skuli það vera undir nokkurskonar nýlendustjórn, og það enganveginn frjálslegri nýlendustjórn, eða því skuli annars kostar vera stjórnað uppá gamla móðinn, eða í líkíngu við það sem verið hefir, öldúngis


Um fjárhagsmálið og meðferð þess á alþíngi 1865

Year
1867
Language
Icelandic
Pages
36


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Um fjárhagsmálið og meðferð þess á alþíngi 1865
http://baekur.is/bok/60a2def5-e3b8-4521-81f7-0dbd844dd2e5

Link to this page: (16) Page 10
http://baekur.is/bok/60a2def5-e3b8-4521-81f7-0dbd844dd2e5/0/16

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.