loading/hleð
(17) Blaðsíða 11 (17) Blaðsíða 11
11 stefnulaust frá stjórnarlegu sjónarmiði. Menn skyldu ætla, að stjórninni væri næst skapi að halda öllu í gamla horfinu, því að um sama leyli, sem þetta frum- varp hennar var á prjónunum, veitti hún stiptamt- mannsembæltið, og sýndi sig líklega að veita amt- mannsembættið í vestur-umdæminu, með öllum sömu kostum og áður. Málið er því viðsjáverðara, sem það er einúngis bráðabirgðar-fyrirkomulag um 12 ár. fetta er nú aðalhængurinn við frumvarpið. Ýmis- legt fleira var að frumvarpinu, sem jafnmikill háski gat staðið af. Eitt var það, að alþíng fékk enga vissu fyrir, hvort ríkisþíngið mundi vera fúst eða enda fáanlegt, til að gánga að þeim kostum, er stjórnin bauð í frumvarpinu, hvorki í einu né öðru. Annað var það, að hvorki konúngsfulltrúi né sá hinna konúngkjörnu þíngmanna, er virtist hand- gengnastur stjórninni, gátu gefið neinar skýrslurum málið, ekki heldur sýnt neitt umboð af stjórnarinnar hendi til að semja við þíngið um, með hverjum kostum eða hverri aðferð helzt mætti greiða fyrir meðferð og úrslitum málsins. |>etta lieíir jafnan verið til talsverðrar fyrirstöðu við meðferð málanna á alþíngi, en láng-háskalegast hlýtur það að vera, þegar um fyrirkomulag þeirra mála er að ræða, er varða þjóðina eins miklu og hér átti sér stað, og slík aðferð af stjórnarinnar hálfu er enda meiðandi fyrir þíngið, því það er rétt eins og stjórnin láti sig engu skipta, hvernig þíngið tekur í málin. Eitt atriði er það, sem öllum, er lilut eiga að máli, virðist ávallt að hafa komið saman um, og það er, að fjárhagsaðskilnaður íslands og Danmerkur og stjórnarbót íslands yrði að haldast í liendur. Al- þíng hefir jafnan fylgt þeirri skoðan. Nefndin, er


Um fjárhagsmálið og meðferð þess á alþíngi 1865

Ár
1867
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Um fjárhagsmálið og meðferð þess á alþíngi 1865
http://baekur.is/bok/60a2def5-e3b8-4521-81f7-0dbd844dd2e5

Tengja á þessa síðu: (17) Blaðsíða 11
http://baekur.is/bok/60a2def5-e3b8-4521-81f7-0dbd844dd2e5/0/17

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.