loading/hleð
(26) Page 20 (26) Page 20
20 Eg get enda eigi betur munað, en eg hafi aklrei bent mönnum á, liversu fjarskalega óeðlilegt það er, að Danir, sem þegar hafa notið frjálsrar stjórnar- skipunar í 17 ár, skuli enn þá halda og vilja halda Íslendíngum undir hinu gamla einveldisoki. — Enn framar er það átyllulaust, er höfundurinn hermir, að eg hafi nokkurn tíma ætlazt til, að ísland skyldi ein- gaungu bjargast við leigur frá Danmörku, því að bæði er það deginum ljósara, enda hefi eg þrálega tekið það fram, að þó að ísland fengi hið hæsta árgjald, sem komið hefir til orða, og þó að það hefði marg- faldar árslekjur við það, þá mundu þær eigi gjöra betur en hrökkva, ef eigi ætti að gánga óra lángur tími til þeirra cndurbóta, sem telja má, eptir því nú er ástatt, að líf íslands liggi við, því þess ber að gæta, að híngað til hefir alls ekkert verið hirt um framfarir landsins, að því er lýtur að velmegun þess og atvinnu. — Ilöfundurinn leitast við að telja mönn- um trú um, að enginn hinna greindari manna á íslandi hafi fellt sig við «kröfur» mínar og ekki einn einasti maður, hvorki á íslandi né alþíngi, hafi reynt til að mæla þeim bót. Ef eitthvað væri satt í þessu, væri hætt við, að honum yrði erfitt að gjöra sér eða öðrum skiljanlegt, hvernig eg gæti haft þau áhrif á þíngið, sem liann eignar mér, nema því að eins, að eg væri horfinn frá þeirri skoðun sjálfur. J>etta er auðsjáanlega eilthvað öfugt, enda hefir þorri manna á íslandi í sannleika gjört góðan róm að uppástúngum mínum, og það kann enn glöggvar að koma í ljós síðar. jþessu til sönnunar eru ymsar umræður manna á hinu síðasta þíngi. Annað mál er það, þótt þíngið kunni að finna cinhverjar ástæður til að hallast í tráðina að ástandskröfu-fyrirkomulagi stjórnarinnar,


Um fjárhagsmálið og meðferð þess á alþíngi 1865

Year
1867
Language
Icelandic
Pages
36


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Um fjárhagsmálið og meðferð þess á alþíngi 1865
http://baekur.is/bok/60a2def5-e3b8-4521-81f7-0dbd844dd2e5

Link to this page: (26) Page 20
http://baekur.is/bok/60a2def5-e3b8-4521-81f7-0dbd844dd2e5/0/26

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.