loading/hleð
(3) Blaðsíða 1 (3) Blaðsíða 1
PILSAÞYTUR Aðdragandi Kvennalistans Kvennalistar eru ekki nýir af nálinni hér á landi. íslenskar konur buðu fyrst fram einar og sér árið 1908 við bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík, en þær voru þá nýlega orðnar kjör- gengnar. Þær töldu sérframboð kvenna bestu leiðina til að „koma konum að“. Þær náðu mjög góðum árangri fyrst í stað í bæjarstjórn- arkosningum (fengu 4 konur kosnar í Reykja- vík 1908) og einnig er kvennalisti var boðinn fram til alþingis árið 1922, en þá komst fyrsta konan á þing Ingibjörg H. Bjarnason. Árin milli stríða og fram undir 1970 beindu konur kröftum sínum að ýmsum velferðarmál- um sem vissulega snertu hag kvenna og barna. Þar má nefna Landspítalann, mæðra- styrksnefnd, leikvelli, húsmæðrafræðslu, uppbyggingu kvenfélaga og kvenfélagasam- banda um allt land, heimilisiðnað og kven- sjúkdómadeild Landspítalans sem er eitt síðasta dæmið um ,,kraftaverk“ kvenna á ýmsum sviðum. Opinber þátttaka kvenna í stjórnmálum var þó lítil, þær unnu á bak við tjöldin, komust ekki ofarlega á lista nema ein og ein. Frá 1922-1979 sátu aðeins 12 konur á þingi sem kjörnir alþingismenn og er það miklu lakara hlutfall en hjá hinum Norður- landaþjóðunum. Um 1970 reis hin nýja kvennahreyfing upp og krafðisí jafnréttis á öllum sviðum. Hún olli töluverðum viðhorfsbreytingum og umróti og náði árangri á ýmsan hátt. Menntun kvenna jókst, konur sýndu á eftirminnilegan hátt hvert vinnuframlag þeirra er í samfélaginu með þvi að leggja niður störf 24. okt. 1975. Það má nefna breytingu á fóstureyðingalöggjöfinni í frjálsræðisátt, 3 mánaða fæðingarorlof fyrir FRÁ KONU TIL KONU — KVENNALISTINN allar konur og síðast en ekki síst fyrsta kven- forseta lýðveldisins sem telja má til þeirrar kvenfrelsisbylgju sem leikið hefur hér um strendur síðustu 15 árin. Þó er þungur róður eftir enn. Launamál kvenna eru allsendis óviðunandi, barnagæsla engan veginn fullnægjandi, skóladagur barna sundur slitinn, blikur á lofti atvinnulífsins og út við sjónarrönd ógnir atóm- sprengjunnar. Því var það að hópar kvenna tóku sig saman á Akureyri og í Reykjavík og ákváðu að grípa til sinna ráða og bjóða fram kvennaframboð við bæjarstjórnarkosningarn- ar 1982. Tilgangurinn var sá að koma sjónar- 1


Frá konu til konu

Ár
1984
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá konu til konu
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða 1
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.