loading/hleð
(7) Blaðsíða 5 (7) Blaðsíða 5
VIÐ VILJUM HUGARFARSBYLTINGU Hvað finnst þér brýnast að gera til að bæta hag kvenna? Bryndís G. Hólmfriður Hólmfríður Jónsdóttir bókavörður, Akureyri „Eins og málum er nú komið vantar miklu meiri samstöðu kvenna. Alltof margar konur, jafnvel heilar láglaunastéttir, eru óvirkar í kjarabaráttu. En málið er margslungið. Þjóð- félagið og jafnvel konurnar sjálfar vanmeta hið mikilvæga hlutverk að ala og annast börn. Húsmóðurstörfin eru líka vanmetin. Þegar konur koma út á vinnumarkaðinn eftir að hafa verið húsmæður um árabil eiga þær erfitt með að fá vinnu jafnvel þótt þær hafi menntun. Og húsmóðurstörf eru að engu virt sem starfs- reynsla nema lítillega í allra lægst launuðu störfunum. Þetta þarf að breytast." Bryndís Guðmundsdóttir kennari, Hafnarfirði Meðal þess sem nefna mætti er að það verði hugarfarsbreyting í afstöðunni til hlut- verks kvenna. Með því að hafa jafnrétti að leiðarljósi I öllu uppeldi jafnt á heimilum sem í skólum má vænta þess að konur öðlist það sjálfstraust sem þeim er nauðsynlegt og þær sjálfar og aðrir fari að líta á konur sem sjálfstæða ábyrga einstaklinga er geti nýtt þá möguleika sem bjóðast til náms og starfs. Ýmislegt má til tína sem væri konum til hagsbóta en ég tel hugarfarsbreytingu skipta mestu ásamt hvatningu svo og samstöðu kvenna. Karolína Dóra Karolína Stefánsdóttir félagsráðgjafi, Akureyri „Það er erfitt að svara svo flóknum en jafn- framt mikilvægum spurningum í mjög stuttu máli. Ég tel að það sé brýnast að vinna að því á margvíslegan hátt að konur öðlist meira sjálfstraust og um leið að auka virðingu beggja kynja fyrir reynslu og störfum kvenna. Konur bera megin ábyrgð á mikilvægustu stofnun samfélagsins; fjölskyldunni. Mér finnst það mjög alvarlegt mál hvað uppeldi barna og heilbrigði og velferð fjölskyldna er FRÁ KONU TIL KON'J — KVENNALISTINN 5


Frá konu til konu

Ár
1984
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá konu til konu
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða 5
http://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.