loading/hleð
(13) Blaðsíða 7 (13) Blaðsíða 7
— 7 í frjálsum markaði mentunar og menningar verðr líklega hið hollasta strit, sem hvort tveggja kynið leggr á sig. Framtíðarárangrinn getr aldrei orðið annað enn heillaríkr fyrir hæði hvar sem þau byggja land um víðan heim. Ekki teljum vér þessar inngangs-athugasemdir úr vegi þegar minzt skal þeirrar konu, sem í trausti til mannvits, metnaðar og ráðfestu systra sinna stofn- aði Kvcnfélag íslands fyrir þann tilgang, sem lög þess lýsa og síðar verðr getið. Þorbjörg sáluga Sveinsdóttir var fædd að Sand- felli í öræfum líklega árið 1828. Dr. Jón Þorkels- son segir um fæðingar-ár hennar: »Fæddra manna bálkr í kirkjubók Öræfinga er fúnaðr til skemda og bókin þar með óreglulega færð, og finst nú hvorki fæðingar-ár né fæðingar-dagr Þorbjargar þar. — 1828 flytr Þorbjörg með foreldrum sínum frá Sand- felli að Mýrum í Álptaveri, og er Þorbjörg þá i kirkju- bók öræfinga talin 2 ára, enn Benedikt bróðir hennar á fyrsta ári. Ætti hún, eftir því, að vera fædd árið 1826, enn Benedikt 1827. Enn á erfiljóðum, sérstakt prentuðum 1903, er Þorbjörg sögð fædd 1828, og kemr það heim við húsvitjunarbók Þykkvabæjar- klaustrs; því að þar er hún talin 21 árs 1849 og 24 ára 1852. Er því likast, að rangt sé ritað i kirkju- bók öræfinga, og þar eigi að réttu lagi að standa, að Benedikt hafi verið 2 ára 1828, og Þorbjörg á 1. ári, þegar þau fluttust út í Álptaver. Kæmi það þá heim, að hún væri fædd 1828«.


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Höfundur
Ár
1908
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
42


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 7
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.