loading/hleð
(19) Blaðsíða 13 (19) Blaðsíða 13
13 — kyn, vilt og siðað, álitið frá grárri ómunatíð náttúr- legan rétt þeirra er lönd eiga að ám. Réttar ákvæði Jónsbókar vitum vér eigi til að sé úr lögum numið í aðalatriðinu, hinni frjálsu göngu fiska; enda kemr slíkt ekki til mála, því að hún er löghelguð um alt land. Það má og mikið vera, ef ákvörðunin um stíflu- brotið er úr lögum numin með ákveðnum orðum; því að væri svo, þá segðu lögin eigínlega: þann rétt, sem eg veiti efri eigendum jarða að veiðiám, má reyndar ekki brjóta með þverstíflum í neðra; enn verði hann þannig brotinn og efri eigendr ræntir veiði-gagni sínu, þá skal lögbrjóti heimilt að njóta ráns síns þangað til efri eigendr með mála- ferlum, hvað lengi sem þau kunna að vara, hvað mikið sem þau kunna að kosta., eru búnir að fá úr skurð dómstólanna. Ákvæði Jónsbókar í þessu atriði eru svo vitrleg sem verða má, er þau leggja það hinum lögrændu í sjálfsvald hvað lengi þeir vili sjálfir vera ræntir lögum, rétti og gagni. Það virð- ist hljóta að vera löglegt að rjúfa þvergirðingar í veiðiám þegar fleiri enn einn eiga veiðirétt í þeim og þessir fleiri byggja fyrir ofan stíflurnar. Enn í því efni er það auðvitaðr hlutr, að stíflurofs- athöfnin verðr að vera studd réttu formi, ef hún á að geta staðizt fyrir dómi. Þorbjörg var alla æfi sína eftir stiflu-rofið sannfærð um það, að það hefði verið löglegt; ólöglega athöfn ætlaði hún sér aldrei að fremja. Réttarmeðvitund almennings var henni samdóma, og mannhylli hennar óx að miklum mun, bæði fyrir tiltækið sjálft, og einkum fyrir áfellisdóm yfirréttar, sem á fleiru varð að festa sjónir en á réttar-spursmálinu einu saman.


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Höfundur
Ár
1908
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
42


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197

Tengja á þessa síðu: (19) Blaðsíða 13
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197/0/19

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.