loading/hleð
(29) Blaðsíða 23 (29) Blaðsíða 23
Blómsveigasjóðurinn. Y’lNS og vikið er að i hinni hlýju skilnaðarkveðju, er Þórhallur biskup Bjarnarson flutti við jarð- arför Þorbjargar ljósmóður Sveinsdóttur og prentuð er hér að framan, gerði hún þá ráðstöfun, að enga blómsveiga skyldi leggja á leiði sitt, en mæltist jafnframt til, að vinir sínir, er hefðu í hyggju að gefa blómsveiga á kistu sína, gæfu í þeirra stað fé nokkurt, er lagt yrði í sjóð til styrkt- ar fátækum sængurkonum í Reykjavík. Hversu miklum vinsældum Þorbjörg átti að fagna meðal almennings hér í Reykjavík má bezt marka á því, að fé það, sem gefið var í stað blóm- sveiganna, nam 5—600 krónum, og hafa þó vafa- laust margar konur meðal gefendanna verið mjög fátækar og ekki færar um að leggja fram mikinn skerf. En vinsældir Þorbjargar áttu djúpar rætur og seigar, þvi að hún var ekki að eins umhyggju- söm og ágæt ljósmóðir, heldur einnig æfinlega reiðu- búin til að liðsinna og lækna án nokkurs endur- gjalds, hvort sem mæðurnar sjálfar eða börnin þeirra þörfnuðust hjálpar hennar. Systurdóttir hennar og fósturdóttir Olafía Jóhanns- dóttir, er var henni_hvem dóttur betri, bætti nú fé


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Höfundur
Ár
1908
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
42


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197

Tengja á þessa síðu: (29) Blaðsíða 23
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197/0/29

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.