loading/hleð
(21) Blaðsíða 15 (21) Blaðsíða 15
—"15 — geta krafizt af skýrri þekkingu og ráðdeild réttar- bóta og farið síðan með þær af viti þá fengnar eru. Að slíkum tilgangi kvenfélagsskapar skyldi enginn finna; hann er loflegr í alla staði, göfugr, heiðarlegr. Eigi duldist Þorbjörgu það þó, að, þótt tilgangur Kvenfélagsins væri góðr, þá væri þó eitt, að lýsa yfir honum og annað að koma honum í framkvæmd. Meðan að félagið væri frumbýlingr, vanefna og reynslulítið, mætti búast við að ýmsir gallar yrðu á framkvæmdar-starfinu, og það myndi því eiga fyrir sér, að mæta mörgum aðfinningum. Enn um það var hún vongóð, að félagið mundi aldrei láta undirróðr utan að eða innan að orka því, að fá það leyst upp. Enn uppi lét hún það einu sinni við þann er þetta letrar, að hin gamla vanaskoðun, sem á er minzt að framan, gerði það að verkum, að margar konur hefðu minni áhuga á að ná fram tilgangi þess en óskandi væri. Hins vegar taldi hún það félaginu mikið örfunarefni, að svo margir málsmetandi karlmenn í landinu væru hlyntir stefnu þess. Fyrir það eiga karlmenn- irnir að meiri heiðr skilinn; og mun sú tilgáta naumast fara mjög afleiðis, að þeirn gangi til þessa sú skoðun, að aukin mentun kvenna í landinu hljóti, þá er fram líða tímar, að hefja heimilislíf þjóðar- innar á æðra menningarstig enn áðr var það á. Frá því, að Þorbjörg stofnaði félagið, 1894, var hún forseti*) þess og leiðtogi til dánardægrs, og mun það naumlega orðum aukið, að hún hafi verið lífið og sálin í starfi þess þau níu ár, er hennar naut við. *) Fyrsti forseti félagsins var frú Sigþrúður Friðriksdóttir, kona Jóns háyfirdómara Péturssonar, og átti hún góðan þátt i stofnun þess. Ú t g.


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Höfundur
Ár
1908
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
42


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197

Tengja á þessa síðu: (21) Blaðsíða 15
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197/0/21

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.