loading/hleð
(25) Blaðsíða 19 (25) Blaðsíða 19
sem heyrt hefir. Það gátu verið sömu orðin sem margir höfðu áður mælt, en hún fór þá með þau alt öðru vísi en allir aðrir menn Seinustu orðin þau heyrði eg hana mæla í þessu húsi, þá þrotin að kröftum og heilsu. Við gátum saman manns, sem væri að vinna gott og þarft verk. Og fyrir henni snerist hugsunin upp í blessun og fyrirbæn. Orðin voru þau: »Guð blessi h\ ern þann mann, sem gerir eitthvað fyrir aumingja ísland«. Og sjálf vann hún eigi síður og starfaði. Þær voru vinnusamar hendurnar hennar, Það var einn þátturinn í elsku hennar til landsins, hvernig hún prýddi og bætti blettinn, sem hún átti yfir að ráða hérna í kring um húsið, og það einmitt svo mikið með sínum eigin höndum og á þeim stundum, er flestir aðrir hvílast, og hún var hvildarþurfi. Eg þekki engan sem heilsaði nýfæddu öldinni með jafn- æskuglöðum og djörfum framtakshug sem hún. Við munum öll, hve oft hún fór með þau, og hvernig hún fór með þau, orðin úr aldamótaljóðunum hjá einu af skáldunum okkar. Hún elskaði það erindi með öllum eldi sálar sinnar: „Aldar á morgni vöknum til að vinna, vöknum og týgjumst, nóg er til að sinna. Hátt ber að stefna, von við traust að tvinna, takmark og heit og efndir saman þrinna“. Og hún starfaði fyrir þetta vort bæjarfélag, og það langt fram yfir það, sem títt er um konur. Það er mikið skarð eftir hana hjá oss. Hún kom svo miklu til vegar, þó að hún hefði hvorki embætti, né auð, né völd i venjulegum skilningi. En áhugi hennar og mælskukraftur var stórveldi í þessum bæ.


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Höfundur
Ár
1908
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
42


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197

Tengja á þessa síðu: (25) Blaðsíða 19
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197/0/25

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.