loading/hleð
(17) Blaðsíða 11 (17) Blaðsíða 11
— 11 — stæðinga hans, og lagði hún margt eitt brennandi beiskju-orð í þeirra garð; urðu fyrir þeim skeytum einkum hinir konungkjörnu menn á þingi. Þorbjörg sást litt fyrir, til hvorrar handar sem hún vóg. Var það því eigi að undra, þó mælska hennar árnaði henni óvinsælda meðal þeirra er hún lék harðast, því heldr sem nærgætni í leiknum lét eigi nærri eins mikið til sín taka eins og kraftatökin. Enn það virtu að minsta kosti sumir við hana, og vel flestir, ef til vill, að hún var jafn-ódeig, jafn berorð, upp í opið geð þeirra, eins og fyrir aftan bakið á þeim. Og þegar tímarnir fóru að leiða það í ljós, að menn gengu í þeirri trú, að kona þessi, ef hún vildi beita sér, ætti undir sér það traust hjá almenningi, að hún gæti haft meiri áhrif á þingkosningar en nokkur annar Reykjavíkr-búi, þá fór óvildarveðrinu óð- um að slota; því að öllum lék hugr á því, að hafa heldr með sér enn að egna upp á móti sér — Þor- björgu Sveinsdóttur. Af afskiftum Þorbjargar af sérstökum málum, er vörðuðu almennings rétt, látum vér oss nægja að geta þeirra, er snerta hið alkunna Elliða-áa mál og kvenréttarmálið. Það er enn eigi í gleymsku gengið, að Þorbjörg átti þátt í því, með flokki manna, að rjúfa þverstíflur fyrir fiskigöngu upp eftir Elliða ánum árið 1879, og þótti tiltækið saga til næsta bæjar. Annað eins djarfræði hafði ekki spurzt í langan aldr í »Mein- leysinga-hverfi«. Dómar manna um athæfið léku á ýmsum tungum; en spurningin er: var Þorbjörg sjálf sannfærð um það, að hún og þeir, sem með henni fóru til verks, færi fram ólögum? og, var atförin, í raun og veru, ólögleg?


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Höfundur
Ár
1908
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
42


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197

Tengja á þessa síðu: (17) Blaðsíða 11
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197/0/17

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.