loading/hleð
(11) Blaðsíða 7 (11) Blaðsíða 7
Formáli I hálfa þriðju öld hefur Hallgrímur lagt fyrstu hendingarnar á varir barnsins og Passíu- sálmarnir verið lagðir á brjóst flestra Islendinga þegar líkaminn var nár. Vaggan og gröfin hafa helgast af stefjum hans og munu enn gera meðan kristni helst í landinu. Sigurbjöm Einarsson biskup í formála Passíusálma 1943 Eiginhandarrit Hallgríms Péturssonar að Passíusálmunum, hið eina sem til er, er varðveitt í Landsbókasafni Islands — Háskólabókasafni. Það er einn mesti dýrgripur safnsins. A ár- inu 1995 veitti Þjóðhátíðarsjóður safninu styrk til að láta gera við handritið, en það þurfti aðhlynningar við. Fjarlægð voru svo sem kostur var ummerki miður góðra viðgerða frá síð- ustu öld. Þá var og handritið tekið úr lúnu bandi frá sama tíma, og verður það bundið inn að nýju með þeim hætti að sem best verði til verndar handritinu og skilji ekki eftir sig um- merki þótt síðari tíma viðhorf kunni að kalla til þess að bandið verði fjarlægt aftur. Þetta merka handrit hefur einu sinni verið ljósprentað áður - í Lithoprent árið 1946. Sú hugmynd kom upp fljótlega eftir að farið var að gera handritinu til góða að ljósprenta það á nýjan leik, enda fyrri útgáfa löngu uppseld. Og þótt fyrrgreind ljósprentun sé góð telja menn sig geta gert nokkru betur með þeim aðferðum sem nú eru tiltækar, auk þess sem vissir staðir í handritinu koma betur fram að viðgerð lokinni en áður. Sú ætlun að gefa handritið nú út aftur Ijósprentað naut einnig stuðnings af því að árið 1996 er minningar vert í mörgum skilningi: I fyrsta lagi fagnar Landsbókasafn þá 150 ára afmæli handritadeildar. I öðru lagi eru þrjár aldir liðnar síðan Passíusálmarnir komu fyrst út einir ljóða í bók. Það var í merkri útgáfu Þórðar Þorlákssonar biskups í Skálholti. Kveð- ur hann þar fyrstur manna upp úr um gildi Passíusálmanna á þann veg sem síðar átti effir að verða dómur þjóðarinnar. I þriðja lagi hafa Passíusálmarnir ávallt komið út þegar fjög- ur ár lifa hverrar aldar, þ.e. 1696, 1796 og 1896. I fjórða lagi er á árinu 1996 hálf öld lið- in síðan sálmarnir voru fyrst ljósprentaðir eins og áður hefur komið fram. Loks er þess einnig að minnast að á árinu 1996 eru tíu ár síðan vígð var hin mikla kirkja sem reist var í minningu Passíusálmaskáldsins á Skólavörðuholti í Reykjavík. Af því tilefni hefur Hall- grímskirkja gerst sérstakur styrktaraðili þessarar útgáfu. Stafréttur texti eiginhandarrits Hallgríms að Passíusálmunum kom út á vegum Hins íslenska fræðafélags í Kaupmannahöfn árið 1924 í umsjá Finns Jónssonar, en án þess að eftirmynd handritsins fylgdi með til hliðsjónar. I útgáfunni sem hér liggur fyrir er hinn staf- rétti texti birtur við hlið eftirmyndar handritsins og hann látinn standast á við það línu fyr- ir línu, en neðanmáls er birtur orðamunur sem rekja má til Hallgríms sjálfs. Því til viðbót- ar eru sálmarnir prentaðir sem lestexti með nútímastafsetningu og þá skipað í vers og ljóð- línur. Textinn birtist því í þremur gerðum í einni og sömu opnunni, þannig að lesendur geta fetað sig hvora leiðina sem er - frá handritinu til samtímans eða öfugt, þ.e. frá lestext- anum yfir í hinn stafrétta, og með stuðningi hans fylgt penna Hallgríms í handritinu og numið þannig hvernig hann festi hið máttuga trúarljóð sitt á blað, grunlaus um það hverr- ar hylli sálmarnir áttu eftir að njóta með þjóðinni. 7
(1) Saurblað
(2) Saurblað
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Blaðsíða 69
(74) Blaðsíða 70
(75) Blaðsíða 71
(76) Blaðsíða 72
(77) Blaðsíða 73
(78) Blaðsíða 74
(79) Blaðsíða 75
(80) Blaðsíða 76
(81) Blaðsíða 77
(82) Blaðsíða 78
(83) Blaðsíða 79
(84) Blaðsíða 80
(85) Blaðsíða 81
(86) Blaðsíða 82
(87) Blaðsíða 83
(88) Blaðsíða 84
(89) Blaðsíða 85
(90) Blaðsíða 86
(91) Blaðsíða 87
(92) Blaðsíða 88
(93) Blaðsíða 89
(94) Blaðsíða 90
(95) Blaðsíða 91
(96) Blaðsíða 92
(97) Blaðsíða 93
(98) Blaðsíða 94
(99) Blaðsíða 95
(100) Blaðsíða 96
(101) Blaðsíða 97
(102) Blaðsíða 98
(103) Blaðsíða 99
(104) Blaðsíða 100
(105) Blaðsíða 101
(106) Blaðsíða 102
(107) Blaðsíða 103
(108) Blaðsíða 104
(109) Blaðsíða 105
(110) Blaðsíða 106
(111) Blaðsíða 107
(112) Blaðsíða 108
(113) Blaðsíða 109
(114) Blaðsíða 110
(115) Blaðsíða 111
(116) Blaðsíða 112
(117) Blaðsíða 113
(118) Blaðsíða 114
(119) Blaðsíða 115
(120) Blaðsíða 116
(121) Blaðsíða 117
(122) Blaðsíða 118
(123) Blaðsíða 119
(124) Blaðsíða 120
(125) Blaðsíða 121
(126) Blaðsíða 122
(127) Blaðsíða 123
(128) Blaðsíða 124
(129) Blaðsíða 125
(130) Blaðsíða 126
(131) Blaðsíða 127
(132) Blaðsíða 128
(133) Blaðsíða 129
(134) Blaðsíða 130
(135) Blaðsíða 131
(136) Blaðsíða 132
(137) Blaðsíða 133
(138) Blaðsíða 134
(139) Blaðsíða 135
(140) Blaðsíða 136
(141) Blaðsíða 137
(142) Blaðsíða 138
(143) Blaðsíða 139
(144) Blaðsíða 140
(145) Blaðsíða 141
(146) Blaðsíða 142
(147) Blaðsíða 143
(148) Blaðsíða 144
(149) Blaðsíða 145
(150) Blaðsíða 146
(151) Blaðsíða 147
(152) Blaðsíða 148
(153) Blaðsíða 149
(154) Blaðsíða 150
(155) Blaðsíða 151
(156) Blaðsíða 152
(157) Blaðsíða 153
(158) Blaðsíða 154
(159) Blaðsíða 155
(160) Blaðsíða 156
(161) Blaðsíða 157
(162) Blaðsíða 158
(163) Blaðsíða 159
(164) Blaðsíða 160
(165) Blaðsíða 161
(166) Blaðsíða 162
(167) Blaðsíða 163
(168) Blaðsíða 164
(169) Blaðsíða 165
(170) Blaðsíða 166
(171) Blaðsíða 167
(172) Blaðsíða 168
(173) Blaðsíða 169
(174) Blaðsíða 170
(175) Blaðsíða 171
(176) Blaðsíða 172
(177) Blaðsíða 173
(178) Blaðsíða 174
(179) Blaðsíða 175
(180) Blaðsíða 176
(181) Blaðsíða 177
(182) Blaðsíða 178
(183) Blaðsíða 179
(184) Blaðsíða 180
(185) Blaðsíða 181
(186) Blaðsíða 182
(187) Blaðsíða 183
(188) Blaðsíða 184
(189) Blaðsíða 185
(190) Blaðsíða 186
(191) Blaðsíða 187
(192) Blaðsíða 188
(193) Blaðsíða 189
(194) Blaðsíða 190
(195) Blaðsíða 191
(196) Blaðsíða 192
(197) Blaðsíða 193
(198) Blaðsíða 194
(199) Blaðsíða 195
(200) Blaðsíða 196
(201) Blaðsíða 197
(202) Blaðsíða 198
(203) Blaðsíða 199
(204) Blaðsíða 200
(205) Blaðsíða 201
(206) Blaðsíða 202
(207) Blaðsíða 203
(208) Blaðsíða 204
(209) Blaðsíða 205
(210) Blaðsíða 206
(211) Blaðsíða 207
(212) Blaðsíða 208
(213) Blaðsíða 209
(214) Blaðsíða 210
(215) Blaðsíða 211
(216) Blaðsíða 212
(217) Blaðsíða 213
(218) Blaðsíða 214
(219) Blaðsíða 215
(220) Blaðsíða 216
(221) Blaðsíða 217
(222) Blaðsíða 218
(223) Blaðsíða 219
(224) Blaðsíða 220
(225) Blaðsíða 221
(226) Blaðsíða 222
(227) Blaðsíða 223
(228) Blaðsíða 224
(229) Blaðsíða 225
(230) Blaðsíða 226
(231) Blaðsíða 227
(232) Blaðsíða 228
(233) Blaðsíða 229
(234) Blaðsíða 230
(235) Blaðsíða 231
(236) Blaðsíða 232
(237) Blaðsíða 233
(238) Blaðsíða 234
(239) Blaðsíða 235
(240) Blaðsíða 236
(241) Blaðsíða 237
(242) Blaðsíða 238
(243) Blaðsíða 239
(244) Blaðsíða 240
(245) Saurblað
(246) Saurblað
(247) Saurblað
(248) Saurblað
(249) Kvarði
(250) Litaspjald


Passíusálmar

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
248


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Passíusálmar
http://baekur.is/bok/c9f27ecf-b449-4dd1-ab09-7d44a9f68b66

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða 7
http://baekur.is/bok/c9f27ecf-b449-4dd1-ab09-7d44a9f68b66/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.