loading/hleð
(10) Page 6 (10) Page 6
Auk upplýsinganna um hinar einstöku stöðvar má fá úr þessari töflu ýmsan almennan fróðleik. Meðaltölin í neðstu línu gefa t. d. allgóða hugmynd um meðallagshita allra íslenzkra byggða í hverjum mánuði ársins, því að hér eru bæði stöðvar, sem liggja í góðsveitum og á yztu mörkum byggðarinnar upp við fjöll og á annesjum. Það sýnir sig, að júli er hlýjasti mánuður ársins, en janúar að jafnaði kaldastur, þótt fáeinar undantekningar séu frá þeirri reglu. Hitinn hækkar örast frá maí til júní, um 3.8 stig að jafnaði, en lækkar hraðast frá september tii október, um 3.6 stig. Mánuðunum má skipta í flokka eftir meðalhita, og verða þeir þessir: Vetrarmánuðir, desember—marz, hiti lægri en 0 stig. Vor- og haustmánuðir, apríl—maí og október—nóvember hiti 0—6 stig. Sumarmánuðir, júní—september, hiti hærri en 6 stig. Fróðlegt er að bera saman tvær stöðvar með sama árshita, aðra inni í landi, hina yzt við sjó. Tökum til dæmis Skriðuland í Skaga- firði og Grímsey. Sumarið er mun hlýrra á Skriðulandi, en þar 6 FRÆÐSLURIT BF. ÍSL.


Hvernig er veðrið?

Year
1956
Language
Icelandic
Pages
28


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Hvernig er veðrið?
http://baekur.is/bok/d46f5869-1c74-4c45-9f7f-14ba5b715b41

Link to this page: (10) Page 6
http://baekur.is/bok/d46f5869-1c74-4c45-9f7f-14ba5b715b41/0/10

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.