
(26) Blaðsíða 24
BROT ÚR BLAÐAGREINUM
TÍMINN 13. MARS 1951
Úr viðtali við Valtý Pétursson að lokinni Parísardvöl
... — Eru margir íslendingar við listnám í París?
— í fyrravetur vorum við þar fimm, Gerður Helga-
dóttir, Guðmundur Elíasson, sem unnu undir hand-
leiðslu hins fræga myndhöggvara, Zadkins, og svo við
Hjörleifur Sigurðsson og Hörður Ágústsson. Síðan
hefir orðið einhver breyting. Við Hjörleifur höfum farið,
en aðrir bætzt við.
— Hvað ber hæst á listasviðinu í París um þessar
mundir?
— Málaralist ber þar hæst eins og alltaf hefir verið.
En þar næst má að öllum líkindum telja leikhúsin og
ballettinn. Bókmenntunum er ég ekki eins kunnugur og
skyldi, en mér virðist svo sem þar sé ekkert sérlega
merkilegt nýtt að gerast um þessar mundir. Og mun
það einnig álit bókmenntamanna.
Höggmyndalistin í París virðist ekki vera eins lifandi
og málverkið. Sem dæmi upp á það, að Frakkar sjálfir
gera sér þetta fyllilega Ijóst, má nefna það, að undan-
farið hefir birzt greinaflokkur í einu helzta listablaði
Frakklands, sem borið hefir titilinn: Hin vanrækta
höggmyndalist.
Fá þar ádrepur listamennirnir sjálfir og þó einnig hið
opinbera, sem talið er vanrækja að notfæra sér verk
þessara listamanna.
Mun þykja, að þá sé illa komið í París og á
Frakklandi yfirleitt, ef hætt er að gæta þar skapandi
höggmyndalistar á almannafæri. En svo er þó ekki
með öllu.
Nútímalistin hefir haldið innreið sína hvað snertir
gerð minnismerkja. Geta má þess til gamans, að
sveitahérað eitt í Suður-Frakklandi, sem hefir orðið
hart úti vegna flótta unga fólksins til bæjanna, hefir
látið reisa hinum brottfluttu minnismerki, sem er óhlut-
rænt. Er það eitt af verkum ungs myndhöggvara, að
nafni Gilioli. Á einni af breiðgötum Parísarborgar er
annað óhlutrænt minnismerki, sem tileinkað er föllnum
ættjarðarvinum frá síðustu heimsstyrjöld. Eru þessar
myndir þannig úr garði gerðar, að hinn umdeildi
Vatnsberi okkar myndi verða hlægileg náttúrustæling í
samanburði við þær.
Er þetta þá hin ríkjandi list í París?
Nei, ekki skulum við segja það. Mér virðist eins og
hvort tveggja, hið hlutræna og óhlutræna, bítist hvorki
um fyrsta eða annað sætið, heldur séu báðar list-
greinarnar viðurkenndar að jöfnu. Það sem baráttan
stendur um, er eingöngu að verkið nái tilgangi sínum
og sé gott. Einkunnarorð listamanna í París í dag
virðist vera, að það skipti ekki máli, hvort myndin sé
hlutræn eða óhlutræn, heldur aðeins það hvort hún sé
mynd eða ekki mynd.
Yfirleitt eru Parísarbúar ekki með neina fordóma í
garð hinnar óhlutrænu listar og yngri kynslóðin virðist
leita fyrir sér á báða bóga og finna það, sem hæfir
hverjum bezt. Sá, sem kynnist því raunverulega, sem
er að gerast á myndlistarsviðinu í París, hlýtur að
komast að þeirri niðurstöðu, að milli þessara tveggja
megin liststefna sé raunverulega ekki eins mikið haf
og margir vilja vera láta.
Parísarbúinn hefir alltaf haft mikinn áhuga á öllum
nýjungum á listasviðinu og margir villast út á þær
götur, að leggja megin áherzlu á frumleika. En einn af
frægustu núlifandi málurum Frakklands G. Braque,
sagði eitt sinn í viðtali við blaðamann, að frumleiki
24
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Kápa
(52) Kápa
(53) Kvarði
(54) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Kápa
(52) Kápa
(53) Kvarði
(54) Litaspjald