loading/hleð
(30) Blaðsíða 28 (30) Blaðsíða 28
halda áfram á sömu braut. Það jaðraði við að maður væri fanatíker, nei annars, það jaðraði ekkert við það, maður var fanatíker. Þetta var listin! Og ég hélt mig við þessa tegund mynda í tíu ár, en þá fór smám saman að losna um hlutina og það kom fram hjá mér önnur tegund af afstraktsjón, meira figúratíf ....“ Það var töluvert um það á þessum tíma að myndlist- armenn máluðu afstrakt myndir. Hvers vegna held- urðu að það hafi verið? „Myndlist er ákaflega mikill partur af samtíð hvers og eins ef hún er einhvers virði. Myndlistin speglar alltaf að einhverju leyti hugarfarið í samtímanum. Það er til dæmis mikið los og órói í myndlist nú á dögum, sem er í samræmi við ástandið í heiminum. Ég hugsa að geometríulistin hafi átt uppruna sinn í óskhyggju um að veröldin fengi á sig ákveðnari svip, meiri festu. Evrópa var í sárum eftir stríðið og það var verið að koma skipulagi og reglu á hlutina. Menn þráðu að binda enda á óróann og óvissuna. Og geometrískar myndir eru skipulagið uppmálað! Þær gefa tilfinningu fyrir að allt sé í röð og reglu. í rauninni er geometrísk list mjög mikil harðlínu- stefna. Það er ekki við annað að styðjast en liti og form og því þarf að skipuleggja uppbygginguna og litavalið mjög vel. Þetta er hreint málverk, eins hreint og það getur orðið. Það er kannski best að líkja geometrískri málaralist við tónlist, til dæmis fúgur. Þetta er spurning um uppbyggingu, construktsjón, og ber auk þess enga merkingu." — Áttu von á betri viðtökum nú en á sýningunni forðum? „Ætli það ekki. Það fólk sem hefur rekið hér inn nefið rekur í rogastans. Enda er það viðtekin regla að það tekur oft 20 til 30 ár að melta nýjungar í myndlist. Þessi geometría er orðin antík nú á dögum, menn mála ekki lengur í þessum stíl. Já, ég hugsa að það verði margir hissa þegar þeir sjá þessar rnyndir." ... 28
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Kápa
(52) Kápa
(53) Kvarði
(54) Litaspjald


Valtýr Pétursson.

Ár
1986
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
52


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Valtýr Pétursson.
http://baekur.is/bok/d5686854-05ac-49b4-8137-a1f7a82eeae6

Tengja á þessa síðu: (30) Blaðsíða 28
http://baekur.is/bok/d5686854-05ac-49b4-8137-a1f7a82eeae6/0/30

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.