loading/hleð
(30) Page 28 (30) Page 28
halda áfram á sömu braut. Það jaðraði við að maður væri fanatíker, nei annars, það jaðraði ekkert við það, maður var fanatíker. Þetta var listin! Og ég hélt mig við þessa tegund mynda í tíu ár, en þá fór smám saman að losna um hlutina og það kom fram hjá mér önnur tegund af afstraktsjón, meira figúratíf ....“ Það var töluvert um það á þessum tíma að myndlist- armenn máluðu afstrakt myndir. Hvers vegna held- urðu að það hafi verið? „Myndlist er ákaflega mikill partur af samtíð hvers og eins ef hún er einhvers virði. Myndlistin speglar alltaf að einhverju leyti hugarfarið í samtímanum. Það er til dæmis mikið los og órói í myndlist nú á dögum, sem er í samræmi við ástandið í heiminum. Ég hugsa að geometríulistin hafi átt uppruna sinn í óskhyggju um að veröldin fengi á sig ákveðnari svip, meiri festu. Evrópa var í sárum eftir stríðið og það var verið að koma skipulagi og reglu á hlutina. Menn þráðu að binda enda á óróann og óvissuna. Og geometrískar myndir eru skipulagið uppmálað! Þær gefa tilfinningu fyrir að allt sé í röð og reglu. í rauninni er geometrísk list mjög mikil harðlínu- stefna. Það er ekki við annað að styðjast en liti og form og því þarf að skipuleggja uppbygginguna og litavalið mjög vel. Þetta er hreint málverk, eins hreint og það getur orðið. Það er kannski best að líkja geometrískri málaralist við tónlist, til dæmis fúgur. Þetta er spurning um uppbyggingu, construktsjón, og ber auk þess enga merkingu." — Áttu von á betri viðtökum nú en á sýningunni forðum? „Ætli það ekki. Það fólk sem hefur rekið hér inn nefið rekur í rogastans. Enda er það viðtekin regla að það tekur oft 20 til 30 ár að melta nýjungar í myndlist. Þessi geometría er orðin antík nú á dögum, menn mála ekki lengur í þessum stíl. Já, ég hugsa að það verði margir hissa þegar þeir sjá þessar rnyndir." ... 28


Valtýr Pétursson.

Year
1986
Language
Icelandic
Pages
52


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Valtýr Pétursson.
http://baekur.is/bok/d5686854-05ac-49b4-8137-a1f7a82eeae6

Link to this page: (30) Page 28
http://baekur.is/bok/d5686854-05ac-49b4-8137-a1f7a82eeae6/0/30

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.