
(28) Blaðsíða 26
ingarþroska þess að kalla má myndlistina með sanni
óskeikulasta menningarvott hvers tímabils.
Að byggja upp listaverk útheimtir ekki aðeins hug-
myndaflug og listrænar tilfinningar, heldur einnig að
listamaðurinn geti tamið tilfinningar og hugmyndaflug
samkvæmt þroska sínum og þekkingu. í stuttu máli
sagt, listamaðurinn verður að hafa vald á hugsjón sinni
og kunna að notfæra sér hana. Á þann einn máta
getur skapast persónulegur stíll, sem auðvitað jafn-
framt verður þjóðlegur. Því þjóðlegra fyrirbrigði er ekki
til en sá, sem segir algerlega hvað hann hugsar og
hvernig.
Listamaðurinn verður að þekkja þá möguleika, sem
aðrar kynslóðir hafa skapað og bent á. Endurtekning
þeirra verður andvana fálm og engin list. Það eitt getur
öðlast líf í list, sem glímir við þau vandamál, sem
þróunin hefur skapað. Sú myndlist, sem eingöngu er
framleidd fyrir augað, án hugsjónar og vandamála
tímans, án þess að auka þróunina í heild á sína vísu, er
einskisvirði og dauð....
TÍMINN 10. OKTÓBER 1972
Úr viðtali við V.P.
... Við snúum okkur því að því að ræða um mál-
verkið.
— Áreiðanlega er það mest mitt eigið sálarlíf, sem
gerir það að verkum að ég hef skipt um myndastíl. Ég
er dálítið flöktandi að eðlisfari og get aldrei gert sama
hlutinn tvisvar.
Listaverk er heldur ekki fyrst og fremst stíll. Ef það er
ekki sprelllifandi er það einskis virði. En þótt listaverk
sé lifandi þarf það ekki endilega að þýða, að það sé
aðgengilegt fyrir aðra en þann, sem gerir það. Þó
verða alltaf við og við verk, sem hitta alveg í mark, —
þannig að fjöldi manna getur ekki hugsað sér annað
en lifa í meiri eða minni tengslum við þau.
Listamaðurinn er alltof upptekinn við það, sem hann
er að vinna að hverju sinni, til að hann geri sér grein
fyrir hvort verk hans hefur þennan eiginleika til að
26
bera. Verkið á hug hans allan frá því fyrsta hugmyndin
er komin á pappírinn eða léreftið. Og það er aldrei
hægt að vita hvort hún verður að einhverju. Það er ekki
hægt að skýra það í orðum hvenær ein mynd er búin.
Það er ekkert hugtak til yfir það ....
— Ég get ekki neitað því, að ég var í eina tíð nokkuð
mikið þrúgaður af myndlistarkenningum, sem ég er
búinn að sjá fyrir löngu að voru ágætar að sínu leyti, en
stóðu mönnum fyrir þrifum. Nú hef ég fríast af þessu,
en hvort það er betra eða verra læt ég ógert að dæma
um.
Nú vinn ég þannig, að ég hugsa alls ekki um hvort
myndir mínar eru nýtízkulegar eða gamaldags.
Þannig er ekki hægt að vinna nema vera mjög
harður við sjálfan sig og reyna að kryfja allt til mergjar.
Það kemur allt betur og betur í Ijós eftir því sem maður
vinnur meira. — Finnst þér þá þessi gömlu verk þín
alls ónýt?
— Ekki segi ég það beint. Ég finn ýmislegt í þeim
sjálfur. Þarna liggur kannski grunnurinn að verkum
mínum nú. Ýmislegt er það sama hjá mér nú og þá, en
gert á allt annan hátt. Þannig hafa kannski orðið ýmsar
stílbreytingar á löngum tíma. Og ef ég er eitthvað í dag
byggist það áreiðanlega á fyrri verkum. Það er nauð-
synlegt að ganga í gegnum alls konar hreinsunarelda
til að átta sig á hlutunum. Og ég sé ekkert eftir því að
hafa verið dálítill einstefnumaður á tímabili. Það þurfti.
En stíll gerir eitt listaverk hvorki vont né gott, heldur
fyrst og fremst það, hvaða árangur felst í verkinu
sjálfu.
Stíltegundir í listaverkum hafa óneitanlega þvælst
svolítið fyrir almenningi. En ég veit ekki betur en búin
hafi verið til ágætis listaverk í öllum stílum ....
MORGUNBLAÐIÐ 17. MAÍ 1975
Úr viðtali við V.P. í tilefni sýningar hans á Loftinu á
myndum frá Septembersýningunum 1947 og 1948
„... Septembersýningarnar 1947 og 1948 ollu
alveg ægilegum skandal hérna, þótt okkur sem stóð-
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Kápa
(52) Kápa
(53) Kvarði
(54) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Kápa
(52) Kápa
(53) Kvarði
(54) Litaspjald