(7) Blaðsíða 5
5
hjá þeim verður ekki komist, nema að
breytt sje að fullu um framleiðsluaðferð.
Það nægir ekki að prjedika verkamanna-
samtök og samvinnu í kaupskap. Þau eru
aðeins meðöl, sem ekki fela í sér neina al-
gerða bót. Smáborgaraleg samvinnustefna,
eins og hún er rekin hjer, og viða annars-
staðar, er í raun réttri alsendis máttlaus
gagnvart stjórnendum framleiðslutækjanna;
hún gengur ekki inn á verksvið þeirra, en
heldur sjer að eins að þvi, að fækka »milli-
liðunum«, sem hún rjettilega nefnir heild-
salana. Hún sparar að meðaltali 1—2 óþarfa
milliliði milli framleiðendanna og neytenda
og dregur þarmeð nokkur °/o af útsölu-
verði vörunnar. Þarmeð er líka alt búið,
því sú hliðin, sem út snýr, o: útflutnings-
deildirnar eru aðeins samtök smærri fram-
leiðenda um að útvega góðan markað (o:
hærra verð) fyrir landbúnaðarafurðir þær,
sem viðkomandi fjelagar hafa á boðstólum.
Samvinnumenn hafa reynt að fara út fyrir
þessi takmörk, en bæði er að það hefir
verið i smærri stíl og auk þess hepnast
misjafnlega.
Kaupfjelög verkamanna hafa eina sögu-
lega þýðingu. Þau eru meðöl, sem verka-
menn nota sjer, en fela ekki frekar en hin