loading/hleð
(9) Blaðsíða 7 (9) Blaðsíða 7
AÐALSTEINN INGÓLFSSON Ég stend í brattri brekku innst inni í Hvalfirði og reyni að hugsa eins og landslagsmálari. Kringum innfjörðinn raða sér mikilúðleg fjöll, Þyrill, Hvalfell, Múlafjall og Þrándarstaðafjall, og uppröðun þeirra kallar á viðbrögð frá mér. Málverk hafa kennt okkur að horfa á landslag, en um leið hafa þau villt okkur sýn. Að því kemst ég, þegar ég geri tilraun til að gera upp á milli aðal- og aukaatriða í því sem ég sé, milli forms og lita, milli litanna innbyrðis. Allt virðist þetta jafn-rétthátt frá náttúrunnar hendi, án þess frumlags og andlags sem við skynjum í myndum. Það sem ruglar mig enn frekar í ríminu er birtan. Þegar sólin skín verða útlínur fjallanna skarpari, tengslin milli þeirra skýrast, litróf þeirra lýsist, og mér finnst ég „skilja" betur það sem ég sé. En um leið og ský dregur fyrir sólu, er eins og „skilningur" minn fari dvínandi. Sérhvert fjall tapar einhverju af sínum sérstaka karakt- er og verður hluti af stórri og drungalegri heild. Þá rennur upp fyrir mér að í raun er ekki hægt að horfa hlutlausum augum á landslag, fremur en á eigin tilfinn- ingar. En landslagið verður einmitt til að vekja með okkur margháttaðar tilfinningar. Og við að láta augun, hugann reika um landslagið verður ýmislegt annað, sem ekki kemur því beinlínis við, smátt og smátt deginum Ijósara. Ég held að þetta sé ein ástæða þess að landslagsmálverkið hefur haldið vinsældum sínum meðal listamanna. Landslagsmálverkið er leið, eða LANDSLAG í LJÓSI LIGHTONA LANDSCAPE I am standing on a steep hill well into Hvalfjörður, trying to think like a landscape painter. A range of mountains called Þyrill, Hvalfell, Múlafjall and Þrándar- staðafjall rounds off the bay, and the way they connect with each other seems to demand some sort of response from me. Paintings have taught us to look at landscape, but they have also made it difficult for us to comprehend what we see. This is brought home to me as I try to sort out the main points in the view before me, break it down into forms and different colours. But nature doesn’t sort itself out, or present us with the neatly defined foreground and background of pain- tings. The light confuses me further. When the sun shines, the mountains stand out sharply against the sky, their relationship is clarified, their range of colours becomes almost brilliant. I am led to believe that I actually understand what I see. But as soon as it clouds over, my understanding diminishes markedly. Each moun- tain seems to lose something of its individuality and beome a part of a large and faintly ominous whole. I realize that one cannot look objectively at a piece of landscape, any more than one can view one’s feelings through the eyes of another. At the same time land- scape awakens all sorts of feelings within us. And as we let our minds and eyes roam over it, other things buried within our subconscious, slowly acquire a meaning. I think this may be one reason why land- scape painting continues to attract artists. It allows them to examine the self and present the results in a 7
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Kápa
(46) Kápa
(47) Kvarði
(48) Litaspjald


Sigurður Sigurðsson

Ár
1987
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
46


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sigurður Sigurðsson
https://baekur.is/bok/8f284a0d-d82f-4ab1-acc3-46383e6b4154

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 7
https://baekur.is/bok/8f284a0d-d82f-4ab1-acc3-46383e6b4154/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.