loading/hleð
(29) Blaðsíða 27 (29) Blaðsíða 27
Rétt er að leggja stöðuga áherzlu á teikninguna. Ég man að þegar ég hafði verið tvö ár í Höfn, sagði Iversen: „Það er sorglegt, að þú skulir ekki kunna að mála, eins og þú teiknar ágætlega". Svo var ég í skólanum þrjú ár til viðbótar, og þá sagði hann: „Það er hörmulegt að þú skulir ekki kunna að teikna, því nú málarðu ágætlega". Vitaskuld á að einbeita sér að hvorutveggja samtímis, og maður á alltaf að vera teiknandi, og er það raunar, þó enginn sé blýanturinn í hendinni. Það er nú svo skrýtið með það. - í framhaldi af þessu dettur mér í hug að þú málar iðulega portret, eins og það heitir í fínu tali. Áreiðan- lega vilja flestir að þeir þekkist á myndunum, svo góður teiknihæfileiki ætti að koma þar að notum. Hvernig á það við þig að mála mannamyndir? - Ég er ekki portret-málari í verunni, hef samt ekki viljað neita að mála myndir af samborgurum þegar þess hefur verið beiðzt. Og ég get ekki sagt að það sé leiðinleg vinna, en það er þeim að þakka sem sitja fyrir. Ég hef kynnzt við það mörgu fólki mér til sannrar ánægju. - Finnst þér auðveldara að mála andlit sem þú þekkir vel? - Ég held það sé ekkert betra. Að sjálfsögðu er ekki hægt að ganga beint til verks og mála mann án þess að hafa kynnzt svip hans og geðslagi, svo unnt sé að draga fram sérkenni hans eins og þau koma manni fyrir sjónir. Kannski má segja að í því felist viss karikatúr, en ekki er víst að natúralistísk eftirlíking sýndi manninn rétt. ... - Hefur landið, náttúran, orkað með einhverju móti á trúarkennd þína? - ( æsku lét ég mig dreyma um það sem væri á bak við fjallið, bak við hlutina, um eitthvað dularfullt í náttúrunni. Þessi draumur, eða hvað á að kalla það, varð erlendis að engu í nálægð við stríð og hversdags- leika, og ég saknaði hans þegar ég kom heim, ég var þá orðinn svo mikill efnishyggjumaður, mér þóttu fjöllin eins og stórar grjóthrúgur. Ég saknaði einhvers í sjálfum mér, og þessi viðbrigði höfðu vond áhrif á mig. - Og Tindastóll, var hann líka orðinn að grjótbing? - Nei, það var ennþá eitthvað gott til í honum, enda er hann nú alveg sér á parti eins og þú veizt. Og ég hef smám saman aftur eignazt þennan gamla, rómantíska draum, þótt flestir þeir trúarlærdómar sem ég var alinn upp við, stríði gegn skynsemi minni. - Þú ert þá í vissum skilningi kominn aftur heim að Hvammi í Laxárdal. Kannski þú hafir aldrei í raun réttri farið þaðan, enda þótt þú misstir um stundar sakir sjónar á hinum „gamla, rómantíska draumi"? - Ég veit ekki hverju svara skal. Eitt er þó víst, að margt alvanalegt sem fyrir ber í æsku, það gleymist ekki. Hvers vegna gleymist það ekki? Það hlýtur, að minnsta kosti sumt, að hafa skírskotað til manns innstu vitundar. Ef til vill hefur maður staðið á auðu holti og séð eitt lítið blóm - það var blátt, og maður gleymir því ekki alla sína ævi. Svo gerast skelfilegir atburðir fyrir augum manns, já heil heimsveldi líða undir lok, og það er orðið fjarlægt áður en langt líður, en eitt lítið, blátt blóm lifir í sál manns. Við mennirnir hljótum að vera undarlegir. Steinar og sterkir litir, Reykjavík 1965 bls. 91-92, 95-97, 98. Brot, birt meö leyfi höfunda og útgefanda. 27
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Kápa
(46) Kápa
(47) Kvarði
(48) Litaspjald


Sigurður Sigurðsson

Ár
1987
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
46


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sigurður Sigurðsson
https://baekur.is/bok/8f284a0d-d82f-4ab1-acc3-46383e6b4154

Tengja á þessa síðu: (29) Blaðsíða 27
https://baekur.is/bok/8f284a0d-d82f-4ab1-acc3-46383e6b4154/0/29

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.