loading/hleð
(12) Blaðsíða 10 (12) Blaðsíða 10
10 og heldur hvor aðili sínu eintaki og skuldbindur kaupandi sig til þess að láta þinglesa annað eintakið á sinn kostnað. Allur kostnaður viðvikjandi þessum kaupum, þar á meðal stimpilgjald af kaupsamningnum, afsali o. s. frv., greiðist af kaupanda. Til staðfestu ritum við nöfn okkar hjer undir í viður- vist tilkvaddra vitundarvotta. Reykjavík .......... 1923. Vitundarvottar: Eg geri ráð fyrir því, að mörgum fari svo, er þeir lesa kaupsamning þennan, að þeir trúi ekki, að hér sé rétt frá hermt, en ætli að eg fari hér með blekk- ingar. Og þessum mönnum væri vorkunn, því eg ef- ast um, að nokkur þeirra, er þennan samning lítur, hafi fyr á æfi sinni séð líkt document, eða hafi getað látið sér koma til hugar, að nokkur maður, hvað þá opinber ríkisstofnun, mundi leyfa sér að bjóða mönn- um slíkt skjal til undirskriftar, sem samningurinn er. Að vísu er samningur þessi svo skýi' og ákveðinn, að ekki er þörf skýringa á honum, en þó mun eg, lesendunum til flýtis, greina að nokkru frá hvernig hann á að skiljast, enda verður hann ekki á annan hátt skilinn. í stuttu máli mætti segja, að sá, sem ritar nafn sitt undir samninginn, þeirrar tiníar, að hann sé með þessu að tryggja sér eignarrétt á húseign, hefir ekki fyr sleppt pennanum, en hann hefir jafnframt því að eignast húseign þessa að nafninu, a f s a 1 a ð sér gersamlega öllum eignarrétti á húseign- inni, og hann hefir gert talsvert meira. Hann hefir


Landsbankinn og bolchevisminn

Ár
1923
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
18


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Landsbankinn og bolchevisminn
https://baekur.is/bok/90d1e3f8-d9e3-44a2-b897-8312d865df78

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 10
https://baekur.is/bok/90d1e3f8-d9e3-44a2-b897-8312d865df78/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.