loading/hleð
(6) Blaðsíða 4 (6) Blaðsíða 4
4 talað við um þetta, saman um, að verð eignar þessar- ar hafi verið, að minsta kosti, hálfu hæiTa, en nokk- urri átt gæti náð, þó Isafjarðarkaupstaður hefði eitt- hvað haft með eign þessa að gera, sem enginn þess- ara manna hefir þótst mega skilja. Hús þessi eru göm- ul, og hafa haft lélegt viðhald hin síðustu misseri, og sama er frá bryggjunni að segja. Lóðin er að vísu stór, en vonlaust að kaupstaðurinn geti gert sér fé úr henni að svo stöddu, né náð vöxtum og afborgun- um af verði hennar. — ísafjarðarkaupstaður er illa stæður, var stórskuldugur undir, en aflatregða hin síðustu ár, og atvinnuleysi, er henni fylgir, hefir heft framkvæmdir og beygt starfsþrek íbúanna, hefir því margt fólk flúið bæinn að undanförau. Er því getandi til, að bænum væri annað þarfara en að ráðast í slíkt stórræði; er og óskiljanlegt, hvemig bærinn mátti slíku fram koma, en ráðning þess er sú, að Lands- banki íslands lánaði kaupstaðnum þessar 300000 — þrjú hundruð þúsundir, — er eignin kostaði, gegn veði i henni og ábyrgð kaupstaðarins. — Svo er mér sagt, að kaupstaðurinn hafi fengið lán þetta í veð- deildarbréfum, er hann hafi svo orðið að láta með 15 kr. afföllum hverjar 100 kr., eða 45000 — fjörutíu og fimm þúsund — krónur alls; stendur því eign þessi bænum í 345,000 kr. — Svo er einnig sagt, að bank- inn hafi lánað ísafjarðarkaupstað að auk nú í vetur 60000 eða 65000 kr. í víxlum; ekki veit eg fullan sann á því, en hann hlýtur að koma í ljós með öðru síðar. Vel má vera, að bankinn beri sitt úr býtum hjá kaup- staðnum þegar ár líða, en harla kynlegt er það, að höfuðbankinn hér í Reykjavík skuli veita svona stór-


Landsbankinn og bolchevisminn

Ár
1923
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
18


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Landsbankinn og bolchevisminn
https://baekur.is/bok/90d1e3f8-d9e3-44a2-b897-8312d865df78

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða 4
https://baekur.is/bok/90d1e3f8-d9e3-44a2-b897-8312d865df78/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.