loading/hleð
(3) Blaðsíða 1 (3) Blaðsíða 1
1 Landsbankinn og Bolchevisminn. Ef ráða mætti af aðfinslum þeim og árásum, sem íslandsbanki hefir orðið fyrir hjá blöðum hins svo- nefnda Framsóknarflokks og Alþýðuflokksins, og svo aftur litið á það, að þessi blöð hafa aldrei, svo eg muni til, minst einu orði á, • að neitt muni vera at- hugavert við stjórn Landsbankans, þá mætti ætla að ærið djúp væri staðfest milli stjórnarfars á þessum stofnunum. þetta er enn meir athygli vert af þeim sökum, að Landsbankinn er eign ríkisins, og skiftir því miklu meir að nákvæmt eftirlit sé með honum haft og tekið í taumana, ef eitthvað ber út af því, sem vera ætti um stjóm hans, heldur en hins bank- ans, sem er eign einstakra manna. Eg hefi að undanförnu töluvert grafist eftir, hvort svo mundi vera, er ráða mætti af þögn blaðanna um Landsbankann, að þar sé ekkert við að athuga, og hefi komist til víss að því, að ekkert verði af þeirri þögn ráðið um gallalausa stjóm Landsbankans, held- ur jafnvel — þó kynlegt sé — þvert á móti, og að hún muni vera til þess gerð, að dylja ýmsar misfell- ur á stjóm bankans, og mun eg áður en máli mínu lýkur, færa allsennileg rök fyrir því, að þessu muni vera þannig varið, en þessar línur rita eg til þess að vekja menn til alvarlegrar hugsunar um stjórn


Landsbankinn og bolchevisminn

Ár
1923
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
18


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Landsbankinn og bolchevisminn
https://baekur.is/bok/90d1e3f8-d9e3-44a2-b897-8312d865df78

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða 1
https://baekur.is/bok/90d1e3f8-d9e3-44a2-b897-8312d865df78/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.