loading/hleð
(26) Blaðsíða 14 (26) Blaðsíða 14
14 ástæðulaust, þú ásakar, einnig í þessu, guðs al- góðu forsjón. Jesús uppvakti son ekkjunnar í Nain, og gaf aptur sinni móður. þetta sonarins miskunarverk — hvað er það annað en spegill hinna óteljaudi miskunarverka, sem guð hefur gjört, og gjörir enn, með degi hverjum, við ótal margar ekkjur og ein- stæðinga. Geta menn borið á móti þessu? Eða skyldi það vera þýðingarlaust, að guð, í sínu heilaga orði, kallar sig föður föðurlausra og vernd ekknanna ? Er hans orð ekki sannarlegt og efnir hann ekki allt, hvað hann lofar? Jeg þarf ekki að fara útfyrir þenna söfnuð, til að fmna dæmi upp á það, hvernig drott- inn svo dásamlega uppvekur föðurleysingjunum for- eldra og ekkjunum aðstoð. það yrði mikill hjómur í loptinu, ef allar þær raddir hefðu sig upp i einu hljóði, sem geta tekið undir með Davíð og sagt: „Til þín drottinn var mjer varpað frá móðurlífi.” — Að vísu bætir guð mörgum ekki, í þessu lífi, með líkamlegri farsæld, það volæði, sem þeir komast í við missir ástvina sinna. En er það þá tilgangur hjervistar vorrar, að allt skuli ganga fram eptir vorri vild, að vjer aldrei þurfum af beisku að segja og aldrei súrt að smakka? Spyrjum guðs orð að því, spyrjum sjálfa oss að því, hvort vjer þurfum ekki á krossi og mótgangi að halda, og hvort að þessi kross, sje þá ekki eins og hver annar kross, til að snúa hjörtum vorum frá heiminum til himinsins. Vjer megum fúslega taka undir með Davíð kon-


Vorir tímar standa í guðs hendi

Ár
1856
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Tengja á þessa síðu: (26) Blaðsíða 14
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/26

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.