loading/hleð
(16) Page 14 (16) Page 14
Á sjötta áratugnum sást hve skammt á veg íslendingar voru komnir í menningarlegum efnum. Viðbrögð manna við formbyltingum í Ijóðagerð og myndlist voru flest á einn veg. Þeir fylltust bræði og neituðu alfarið að skerpa heilasellurnar frammi fyrir hinni nýju list. Þess í stað leituðu þeir á náðir hártogana í von um að fíflaskapurinn veitti vörn gegn framgangi heims- ósómans. Óneitanlega minnti þetta ástand á uppgjör það sem fram fór í París hundrað árum fyrr. Þá voru þeir Gustave Flaubert og Charles Baudelaire dregnir fyrir dómstóla, ákærðir fyrir að spilla fegurðarskyni manna með einhverju sem þeir kölluðu sannleika. Munurinn var sá að flesta íslendinga skorti heimspeki- legar forsendur til að yfirvinna andstyggð sína á nútímalistum. Þegar frá leið brugðu þeir á það ráð að hunsa krefjandi listviðburði og láta sem ekkert hefði gerst. í kjölfarið var vægi neðanmálslista aukið til muna svo tryggt væri að landsmenn skorti ekki tilfinn- ingalega upphafningu í framtíðinni. Þannig reynist sverð breytinganna ætíð tvíbent. Valtýr naut sín í slagnum á sjötta áratugnum og efldist við hverja raun. Honum voru bornir á brýn ýmsir annmarkar sem ekki þóttu prýða alvarlega þenkjandi listamann. Meðal þeirra voru ístöðuleysi; of rík til- raunahyggja og skortur á persónulegum stíl. Slík gagnrýni hlýtur að vera léttvæg fundin ef hún er skoðuð í Ijósi afstöðu Valtýs. Hann áleit óhlutbundna list ekki endanlegt takmark heldur tæki til að kanna áður óþekkta möguleika. Það þýddi að hún gat nánast talist til vísinda. Samkvæmt því skoðaði hann myndir sínar fremur sem tilraunir en endanlegar niðurstöður. Ef til vill mátti segja það honum til lasts að hann dvaldi ekki nógu lengi við hverja tilraun. En í Ijósi listþróunar seinni ára væri hæpið að brigsla honum um skort á framsýni. Ein af fjölmörgum tilraunum hans og jafnframt best heppnaða hrekkjabragð í garð þeirra sem töldu óhlut- bundna list bæði náttúrulausa og óþjóðlega, var gerð The nineteen fifties revealed how little the lcelanders had progressed culturally. The reactions to revolution- ary changes in forms of poetry and art were almost always the same: anger and a complete refusal to sharpen the mind by confronting it with new forms of art. Instead the critics looked to hair-splitting in the hope that sophistry would provide some kind of defence against the advance of such global inde- cency. This was undeniably reminiscent of the clash in France a hundred years before when Gustave Flaubert and Charles Baudelaire were taken to court, accused of corrupting the people’s sense of beauty with something they called the truth. The difference was that most lcelanders lacked the philosophical premises to overcome their dislike of modern art. As time went on they resorted to ignoring all demanding forms of art and pretended that nothing had hap- pened. As a result inferior art flourished, as something had to be found to guarantee lcelanders the opportun- ity of emotional elevation in the future. The sword of change thus always proves to be double- edged. Valtýr enjoyed the battle in the sixties and became stronger with every confrontation. He was accused of various faults which were considered serious flaws in a serious thinking artist, including being too experi- mental, and lacking a personal style. Such criticism should not be taken seriously in the light of Valtýr’s position. He did not see abstract art as a finite goal but as a tool to investigate unknown possibilities, which meant that it could almost be regarded as a science. He accordingly saw his own pictures as explorations rather than final conclusions. He might be criticised perhaps for not devoting enough time to each explora- tlon, but in the light of the artistic developments of more recent years it would hardly be possible to accuse him of a lack of vision. One of his many experiments and at the same time his most successful ploy against those who regarded abstract art as both unnatural and un-lcelandic, was


Valtýr Pétursson.

Year
1986
Language
Icelandic
Pages
52


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Valtýr Pétursson.
http://baekur.is/bok/d5686854-05ac-49b4-8137-a1f7a82eeae6

Link to this page: (16) Page 14
http://baekur.is/bok/d5686854-05ac-49b4-8137-a1f7a82eeae6/0/16

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.