loading/hleð
(29) Page 27 (29) Page 27
um aö þeim hafi aldrei komið slíkt til hugar. Þaö var alls konar og ólíklegasta fólk sem náði ekki upp í nefið á sér yfir þessum mönnum sem „dýrkuðu Ijótleikann." Prestar predikuðu meira að segja gegn okkur í ræðum sínum og maður gat varla labbað um miðbæ- inn án þess að verða sendur tónninn. Það var verra í þann tíð að vera Septembersýningarmaður en að vera kommúnisti, og engu munaði að septembermánuður yrði strikaður út af íslenzka almanakinu." „Viðbrögðin í pressunni voru líka svolítið skrýtin. Þetta skiptist alls ekki eftir pólitískum línum. Þannig bakkaði Valtýr Stefánsson ritstjóri Morgunblaðsins okkur upp en Jón Þorleifsson kritiker blaðsins skamm- aði okkur hins vegar eins og hunda. Og þetta var alveg eins í Þjóðviljanum." „Nei, það hvarflaði ekki að okkur að við myndum valda svona miklu fjaðrafoki, því fór líka fjarri að þessum verkum okkar væri vísvitandi stefnt gegn eldri málurum. Þetta kom alveg spontant eftir stríðið. Ég var ungur maður, 25-6 ára, hafði verið á kafi í alls konar stúderingum, allt frá indverskri heimspeki og upp í Freudískan súrrealisma og spekúleraði mikið í tilver- unni óvart. Maður komst ekki hjá því á stríðsárunum. Ég hafði líka verið á smá menningarfylleríi á söfnum vestur í Ameríku. Ég var að reyna að gera mér grein fyrir því hvað væri málverk og það slær mig núna hversu mikla rækt maður lagði í það að reyna að skapa málverk. Hver svo sem árangurinn varð, held ég að enginn geti borið á móti því að þetta hafi verið heiðarleg tilraun. Okkur öllum var sameiginlegur brennandi áhugi á að gera betur og öðruvísi en það sem fyrir var, hvernig svo sem það tókst.“ „Maður var orðinn dauðþreyttur á þessu íslenzka landslagsmálverki og þótti það hafa gengið sér til húðar, þó enn ætti það mikil ítök í þjóðinni. Ég man t.d. að Snorri heitinn Arinbjarnar hélt um þetta leyti sýn- ingu, sem þótti ófær vegna þess að þar voru eintómir bátar en engir Þingvellir. Á þessum tíma unnum við í þessu af svo miklum ákafa, að það má segja að það hafi verið upp á líf og dauða. Líklegast hefur maður verið svo heimskur að maður gerði sér ekki grein fyrir erfiðleikunum sem við var að etja. Um leið var maður kannski svona mikil ídealisti. Og sá ídealismi á minna skylt við mannlífið, meira við sjálfa expressiónina." ... „Mjög lítið af þessari sýningu myndi falla undir abstraksjón. Þessar myndir eru hins vegar fyrirboði þess sem hefur verið kallað nonfígúratíf abstraksjón og ég málaði í allmörg ár, og eimir enn eftir af í myndum mínum í dag. í myndunum á sýningunni held ég að sé engu að síður íslenzk litatilfinning fremur en útlenzk, frönsk eða bandarísk.“ „Auðvitað mála ég nú gjörólíkar myndir. Ég hef þokazt nær raunveruleikanum á ný í málverkinu .... Þetta eru myndir sem eru nær náttúrunni en mín fyrri verk, eru eins konar meðalvegur milli hins fígúratífa og non-fígúratífa. Öll myndlist er abstrakt og öll myndlist er fígúratíf. Þetta er allt samofið. En pf hún er t.d. eintóm pólitík fer hún til fjandans. Það er póesía í allri góðri myndlist. Og það erfiðasta í allri myndlist er að halda aftur af sjálfum sér, að vera í andstöðu við sjálfan sig. í málverkinu er maður ekki að rífa kjaft við náungann, heldur við sjálfan sig. Ef svo er ekki verður myndin aðeins dautt handverk.“ ... MORGUNBLAÐIÐ 24. MARS 1984 Úr viðtali við V.P. í tilefni sýningar hans í Listmunahúsinu á gvassmyndum frá 1951-57 ... Myndirnar á sýningunni nú eru flestar frá sýn- ingu Valtýs í Listvinasalnum árið 1952, en sú sýning var fíaskó, eins og það heitir, því aðeins seldust þrjár myndir. „Ragnar í Smára keypti þessar þrjár til að bjarga mér frá gjaldþroti," útskýrir Valtýr og glottir við tönn. „Geometrísk málaralist átti svo sannarlega ekki upp á pallborðið hjá íslendingum á þessum tíma. Jónas frá Hriflu kallaði okkur sem vorum að fást við þetta reglustikumeistarana, og ég held að það hafi tæplega verið hrósyrði. Svona dæmalaust slæm viðbrögð hefðu auðvitað getað brotið mann niður, en þau virkuðu öfugt á mig. Ég harðnaði og var ákveðnari en nokkru sinni fyrr að 27


Valtýr Pétursson.

Year
1986
Language
Icelandic
Pages
52


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Valtýr Pétursson.
http://baekur.is/bok/d5686854-05ac-49b4-8137-a1f7a82eeae6

Link to this page: (29) Page 27
http://baekur.is/bok/d5686854-05ac-49b4-8137-a1f7a82eeae6/0/29

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.