(25) Blaðsíða 21 (25) Blaðsíða 21
JÓN STEFÁNSSON AÐFÖNG HANS OG ÁHRIF Jón Stefánsson var einn þriggja listamanna sem mest áhrif höfðu á mótun ís- lenskrar myndlistar á fyrstu tugum aldarinnar. Hinir voru þeir Ásgrímur Jónsson og Jóhannes Sveinsson Kjarval. Hafi þeir tveir öðlast varanlegri sess í huga al- mennings sem ástsælustu málarar þjóðarinnar, var það samt sem áður Jón sem vísaði íslenskri myndlist veginn til skipulegrar nútímahyggju. Með skefjalausri sjálfsrýni og öguðum vinnubrögðum varð hann yngri málurum til eftirbreytni um listræna rökvísi. Ef til er eitthvað sem kalla mætti séríslenskan skóla í málaralist, þá er það öðru fremur sá vísir sem sprottinn er af list Jóns Stefánssonar. Þessum fullyrðingum til rökstuðnings verða rakin þau einkenni í verkum Jóns sem svo mjög höfðu áhrif á framvindu íslenskrar myndlistar. En fyrst og fremst verður reynt að grafast fyrir um uppruna hans eigin hugmynda og skilgreina stöðu hans í samræmi við þau aðföng. Jón hafði snemma fastmótaðar skoðanir á myndlist og hlutverki sínu sem lista- manns. Hann mun hafa átt einkar auðvelt með að koma orðum að hugmyndum sínum. Frásögn norska málarans Axels Revold (1887-1962) ber því vitni. Hann hélt ásamt samlanda sínum Jean Heiberg (1884-1976) og Jóni til Parísar árið 1908, til að stunda þar nám við nýstofnaðan einkaskóla Henri Matisse (1869-1954) í hinu aflagða Heilagshjartaklaustri við Boulevard des Invalides. Revold farast svo orð: „Auðvitaðskiptu hinarýtarlegu rökræðurum listmestu máli. Það kom íokkarhlutað vera tilheyrendur, þegar Jón lagði út af Cézanne. Slíkur var þessi íslendingur, að hann var þess umkominn, löngu á undan okkur hinum, að skilgreina hina leyndar- dómsfullu kynngi í verkum þessa hefðdýrkandi og nýskapandi meistara. Og hann var furðulega skarpur og markvís í skilgreiningum sínum.“1 Sjálfur ritaði Jón svohljóðandi um lærdóma þá sem hann dró af þriggja ára dvöl sinni á skóla Matisses: „Hið eina, sem tekur hug minn algerlega fanginn er það, ef ég hitti fyrir eitthvað, sem er lögbundið og hægt er að skynja í heild, þar sem andstæður skapa dramatíska viðureign og henni er samtímis fundin lausn og þar með almáttug ró - og allt þetta miðast við og erfullnægt af því - og því einu, - sem framferá myndfletinum. Þáer það, að mér finnst sem hafi ég eilífðina á milli handanna. Ég held að það sé þetta, sem beztu málararnir nálgast, og Frakkarnir fremur en Þjóðverjar. Þjóðverjar eru of 21
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Blaðsíða 69
(74) Blaðsíða 70
(75) Blaðsíða 71
(76) Blaðsíða 72
(77) Blaðsíða 73
(78) Blaðsíða 74
(79) Blaðsíða 75
(80) Blaðsíða 76
(81) Blaðsíða 77
(82) Blaðsíða 78
(83) Blaðsíða 79
(84) Blaðsíða 80
(85) Blaðsíða 81
(86) Blaðsíða 82
(87) Blaðsíða 83
(88) Blaðsíða 84
(89) Blaðsíða 85
(90) Blaðsíða 86
(91) Blaðsíða 87
(92) Blaðsíða 88
(93) Saurblað
(94) Saurblað
(95) Kápa
(96) Kápa
(97) Kvarði
(98) Litaspjald


Fjórir frumherjar

Ár
1985
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
96


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fjórir frumherjar
https://baekur.is/bok/4923dcd8-f8f2-4039-8978-185cf096e326

Tengja á þessa síðu: (24) Blaðsíða 20
https://baekur.is/bok/4923dcd8-f8f2-4039-8978-185cf096e326/0/24

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.