loading/hleð
(21) Blaðsíða 17 (21) Blaðsíða 17
sameina himin og jörð og á milli þeirra rifar í Eiríksjökul, Tunguna og Strút sem nú hafa þokað inn á baksviðið. Hríslurnar taka á sig mannlegt útlit, hver með sínum sterku persónueinkennum og mynda þokkafulla hrynjandi sem fylgir hljómfalli mál- arans. Fjöllin eru ekki lengur blá, heldur fagurrauð og okkurgul og langir skuggarnir sem trjágreinarnar kasta á rauðan svörðinn eru dimmfjólubláir og fullir af lífi og pensilförin verða ofsafengin og efnismikil. Oft finnst mér sem Ásgrímur hafi að Húsafelli komist í samband við þá málara sem hann kenndi mestan skyldleika við: Cézanne og Van Gogh. Hin fleygu orð Cézannes væri vel hægt að leggja Ásgrími í munn ,,Frammi fyrir náttúrunni öðlast ég dýpri skilning“. Báðir voru mjög háðir sjónáhrifum, hvorugur þeirra gat skáldað í náttúruna eða málað það sem ekki vartil staðar. Að Húsafelli fann Ásgrímur sitt Mont-Sainte-Victoire, hinn keilulaga Strút sem hann málaði af mikilli ástríðu í yfir þrjá áratugi, líkt og um endurtekna trúarlega athöfn væri að ræða. Hann fylgdist með hringrás náttúrunnar með eftirvæntingu, til að sjá tilbrigði sem hann hafði áður skynjað. Þannig hefur heimilisfólkið að Húsafelli sagt frá því, þegar hann beið með tilhlökkun eftirgrænni rönd sem komfram í Eiríksjökli, þegar líðatók á sumarið. Það var ekki fyrr en græna röndin kom fram að hann gat málað hana. Myndir Ásgríms úr Húsafellsskógi frá fimmta áratugnum bera sterkt svipmót mynda sem Van Gogh málaði af ávaxtatrjám í Arles árið 1888, svo og hefur Ásgrímur haft vissa hliðsjón af myndum Van Goghs af L’Angloise-brúnni í Arles, þegar hann málar brúna yfir Kiðá í Borgarfirði. í tveimur sjálfsmyndum Ásgríms er áberandi hliðsjón af sjálfsmyndum þessara tveggja listamanna, sem hann fann til skyldleika við, ekki aðeins innra með sér, heldur með því að standa í þeirra sporum þótt umhverfi hans væri ólíkt svo og allar aðstæður. Burtséð frá sjálfsmyndum sínum var Ásgrímur lítt gefinn fyrir að mála fólk, hann virðist ekki hafa haft áhuga á mann- eskjunni sem listrænu viðfangsefni. Þær mannamyndir sem eftir hann liggja eru vafalítið verkefni sem hann hefurtekið að sérvegnasamfélagslegra ytri aðstæðna. Þær bera ekki með sér að hann hafi haft þörf til að skyggnast djúpt í manneskjuna, ef undanskilin er mynd hans af Þórarni B. Þorlákssyni. Tveir myndaflokkar sem Ásgrímur vann að allt frá fyrsta tug aldarinnar og fram á síðustu ár eru eldgosa- og þjóðsagnamyndir. Að ytra formi virðast þessir tveir myndaflokkar lítt skyldir, en tengjast efnislega, þar sem meginþema þeirra beggja er flótti. Yfirgnæfandi meirihluti eldgosamyndanna sýna menn og dýr á flótta undan 17
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Blaðsíða 69
(74) Blaðsíða 70
(75) Blaðsíða 71
(76) Blaðsíða 72
(77) Blaðsíða 73
(78) Blaðsíða 74
(79) Blaðsíða 75
(80) Blaðsíða 76
(81) Blaðsíða 77
(82) Blaðsíða 78
(83) Blaðsíða 79
(84) Blaðsíða 80
(85) Blaðsíða 81
(86) Blaðsíða 82
(87) Blaðsíða 83
(88) Blaðsíða 84
(89) Blaðsíða 85
(90) Blaðsíða 86
(91) Blaðsíða 87
(92) Blaðsíða 88
(93) Saurblað
(94) Saurblað
(95) Kápa
(96) Kápa
(97) Kvarði
(98) Litaspjald


Fjórir frumherjar

Ár
1985
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
96


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fjórir frumherjar
https://baekur.is/bok/4923dcd8-f8f2-4039-8978-185cf096e326

Tengja á þessa síðu: (21) Blaðsíða 17
https://baekur.is/bok/4923dcd8-f8f2-4039-8978-185cf096e326/0/21

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.