
(4) Blaðsíða 2
menningu allra kvenna sem m.a. einkennist af þáttum eins og líffræðilegri sér-
stöðu og kvenlegri sjálfsmynd sem mótast hefur í aldanna rás. Petta leiðir af sér
annað verðmætamat og önnur lífsgildi en þau sem ríkja í veröld karla. Kvenna-
listinn tekur einnig mið af því að konur eru mismunandi sem einstaklingar og að
staða og aðstæður kvenna, bæði í einkalífi og á vinnumarkaði, eru margbreyti-
legar. Verkakona kynnist öðrum erfiðleikum sem hefta frelsi hennar en fóstra,
bóndi, nemi, læknir, lögfræðingur eða heimavinnandi húsmóðir. Aðstæður
kvenna eru líka breytilegar eftir byggðalögum, aldri, menntun, barnafjölda og
hjúskaparstöðu.
Það er nauðsynlegt fyrir kvenfrelsisafl að hlusta á mismunandi raddir kvenna
og taka mið af fjölbreytileika þeirra í allri stefnumörkun. Virða verður rétt allra
kvenna til að velja sér þann lífsfarveg sem þær kjósa og gera þeim um leið kleift
að vera efnahagslega sjálfstæðar. Þetta teljum við mikilvægar grundvallarfor-
sendur kvenfrelsis.
Kvennalistinn er stjórnmálaafl þar sem lýðræði og valddreifing situr í fyrir-
rúmi. Hann er byggður upp á forsendum kvenna en ekki eins og hefðbundin
valdakerfi sem karlar hafa mótað. Ábyrgðin dreifist á margar hendur svo að eng-
in þarf að skuldbinda sig umfram það sem hentar miðað við aðstæður hverrar og
einnar.
Kvennalistinn leggur áherslu á að hlutverk kvenna í samfélaginu er mótað af
sögu okkar og menningu og að mikilvægt er að konur hafi áhrif á þær þjóðfélags-
aðstæður sem ákvarða stöðu þeirra. Framboð til Alþingis er ein þeirra leiða sem
við förum til að auka áhrif kvenna og bæta stöðu þeirra.
Mannkynið stendur frammi fyrir miklum vanda. Umhverfisspjöll, mengun,
stríðsátök og ójöfnuður ógna öllu lífi jarðar. Kvennalistinn vill snúa við blaðinu,
setja virðingu við Móður Jörð í öndvegi og stuðla að þjóðfélagi sem er í sátt við
allar þjóðir og byggir á jafnvægi manns og náttúru. Til að svo megi verða þarf
hugarfarsbyltingu. Konur hafa dýrmætri reynslu og viðhorfum að miðla, reynslu
sem ætti að nýtast vel til að sveigja af braut eyðileggingarinnar inn á veg lífsins
og réttlætisins.
2
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Kápa
(60) Kápa
(61) Kvarði
(62) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Kápa
(60) Kápa
(61) Kvarði
(62) Litaspjald