(8) Blaðsíða [8] (8) Blaðsíða [8]
Guli eyrnalokkurinn Innan á handlegg mínum ber ég váboöa, blátt „M“ sem ógnar mér. Viö erum þátttakendur í sameiginlegu ævintýri sem heitir Súrrealismi og hófst meö gruninum um aö ekki væri allt meö felldu. Viö berjumst fyrir frelsi mannsins til aö lifa og deyja á sama hátt og hann dreymir. Þaö ætti aö vera fullljóst aö núverandi þjóöskipulag fullnægir þessari kröfu engan veginn. Og viö ætlum að leggja okkar af mörkum til þess aö hin rauðu og svörtu verömæti lífsins fái aö blíva óhindruö af þeirri heimsmynd sem krefst þess aö allt hafi tilgang, notagildi og sé skynsamlegt. Aö þessu marki munum við vinna á þann hátt aö viö sýnum í athöfnum okkar (skáldskap, myndlist, göngulagi) tilhneigingar til aö afhjúpaveröldinasvo aðjafnvel hinarsmæstueiningar hennar Ijómi í skininu frá hinum nýja sólmána. Viö munum láta ykkur klökkna af gleði þegar yddararnir og flétturnar fá aftur hina sönnu merkingu sína. Þetta ætlum viö súrrealistarnir að gera. Ég hef á baki mínu fæöingarblett í laginu einsog marglytta. Hatur ykkar beinist ekki gegn þeim sem boröar kirsuber viö samfarir heldur þeim sem hrækir ekki kjörnunum í andlit og augu lögreglu og presta, stjórnmálamanna og „listamanna", leiötoga og hræsnara. Við krefjumst þess aö maðurinn fái aö lifa óháöur heimsmynd þeirra og lygum. Setjum skotmarkiö á hiö undarlega og algera. Neitum að lifaeftirtungumáli og hugsun sem smíöuö voru fyrirvélar. Ég held í hendi mérágula eyrnalokknum sem orsakarsólmyrkva. Héöan ífrá munum við íslenskir súrrealistar draga drauma okkar og langanir á torg hins nýja raunveruleika: DraumVeruleikans. (ÚrHinum súrrealíska uppskuröi 1982)


Líksneiðar og aldinmauk

Höfundur
Ár
1993
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Líksneiðar og aldinmauk
https://baekur.is/bok/5a5b402a-0e56-4f73-8d38-15e55607978b

Tengja á þessa síðu: (8) Blaðsíða [8]
https://baekur.is/bok/5a5b402a-0e56-4f73-8d38-15e55607978b/0/8

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.