loading/hleð
(16) Blaðsíða 12 (16) Blaðsíða 12
12 fjörutíu ár, sem Ólafur Pjetursson liefur verið fjelagsbróðir vor, og hefur hann öll [>au ár ver- ið fyrirmynd stjettar sinnar hjá oss, og prýði og máttarstoð sveitarinnar; hartnær öll jiessi ár hefur hann verið forlíkunarmaður vor; og hart- nær öll þessi ár, hefur hann verið meðhjálpari og forsaungvari í þessu lnisi. Hann var einhver hinn mesti atgjörfismaður til sálar og likaina, sálin var fjörug, hugurinn snar, minnið óbrigð- ult, og hvaða starf sem hann hafði á hendi, mátti um hann segja, eins og ritningin að orði kemst, að sál hans væri hjá honum; því það er orðlagt af þeim, sem sáu hann starfa, ineðan hann var í fullu fjöri, að ekkert spor, ekkert viðvik, sást til ónýtis stofriað í verki hans. Hann var manna fáorðastur og orðsparastur, en þau orð sem á varirnar komu, voru sannmæld og djörf, og þóttu snöggfehlari og hæfnari en annara manna, og vottuðu hvassar sálargáfur. Ilann var fálátur og spaklyndur, stilltur vel og þollyndur, og er mælt, að hann hafi á þessu þurft að halda á ýmsuni köflum æfinnar. Ileið- ur sást hann aldrei. Hann var manna afskipta- lausastur um alla þá hluti, sem honum ekki komu við, og svo frásneiddur styrjöldum, að hann vildi heldur láta nokkuð af hluta sínum, en eiga i þrasi við aðra menn. Ilann var rnesti reglu- maðnr og hófsmaður um alla hluti, fjærlægur öllu yfirlæti, drambi og hjegómasemi, og er það


Æfiminning Ólafs Pjeturssonar dannebrogsmanns.

Höfundur
Ár
1854
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Æfiminning Ólafs Pjeturssonar dannebrogsmanns.
http://baekur.is/bok/fcf1cb49-45d3-4dd3-a6da-bede40bb9d4d

Tengja á þessa síðu: (16) Blaðsíða 12
http://baekur.is/bok/fcf1cb49-45d3-4dd3-a6da-bede40bb9d4d/0/16

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.