
(29) Page 19
ur sams konar félög. Þau hétu: Gunnar Há-
mundarson, Kári, Stefanía og Skarphéðinn. —
Ekkert þessara félaga varð þó eldra en tveggja
til þriggja ára, að undanskildu Knattspyrnufé-
laginu Kári.
Svo sem að framan getur, er fátt eitt til skráð
frá fyrstu árunum, enda var hugurinn þá við
ýmislegt annað frekar bundinn en það, að sitja
við að skrifa fundargerðabækur. Samt sem áð-
ur eigum við minningar frá þeim árum, sem
seint munu gleymast.
Fyrstu erfiðleikarnir voru fjárhagserfiðleik-
ar, — við þurftum að kaupa knött og til þess
þurftum við peninga. Fjárframlögin, sem við
gátum innt af hendi, voru ekki stór, 25 og mest
50 aurar, en okkur tókst þó fljótlega að aura
saman í fyrsta knöttinn.
Á þessum fyrstu árum eru æfingar aðallega
að haustinu og vetrinum, enda fóru flestir okk-
ar í sveit á sumrin, og sumir jafnvel snemma
á vorin. Engan íþróttavöll höfðum við þá, en
í þess stað höfðum við kálgarðana og stundum
túnbletti. Voru kálgarðarnir girtir með marg-
földum gaddavír, en það var mjög óheppilegt
upp á endingu knattarins, enda fór svo, að hann
sprakk aftur og aftur, unz blaðran varð ónýt
og yfirleðrið lélegt.
Ég minnist þess einu sinni, að við vorum ný-
byrjaðir á æfingu og boltinn lenti illa í gadda-
vírnum, svo að blaðran hengilrifnaði, og var
ekkert viðlit að gera við hana. Tókum við þá
utanyfirleðrið, fórum upp í Setbergshlöðuna og
tróðum „tuðruna" fulla af heyi, og héldum
síðan æfingunni áfram. Þannig var það oftar
með knettina, þeir voru ekki alltaf „fyrsti
klassi“. Það er eitthvað annað núna, datt mér
í hug, þegar ég var að endurskoða reikninga
félagsins fyrir síðastliðið ár, lagði gjaldkerinn
fram reikninga yfir keypta knetti á árinu fyr-
ir samtals að upphæð kr. 1000.00. Það er svona
rétt að maður trúir þessu. Já, tvennir eru nú
tímarnir.
Til fjáröflunar fórum við ýmsar leiðir. 1 eitt
skipti tókum við það til bragðs að sá kartöfl-
um, bárum við upp þara úr fjörunni að vetr-
inum og höfðum fyrir áburð, en útsæði fékk
hver og einn heima hjá sér. Að vísu var hér
ekki um kartöflurækt í stórum stíl að ræða,
en okkur munaði um allt. Þá héldum við á
þessum fyrstu árum tvær tombólur, eins og
það þá var kallað. Önnur var til húsa í hest-
húsinu á Setbergi, en hin þar sem rörasteypan
var í Þórshamri. Fengum við sérstakt leyfi til
tombóluhaldsins hjá Sveini Guðmundssyni, sem
þá var hreppstjóri, og máttum við ekki selja
númerið við hærra verði en 10 aura. Hagnað-
ur af þessu var rúmlega átta krónur i hesthús-
inu, en um 30 krónur í Þórshamri.
Yfirleitt voru æfingar stundaðar af kappi
þessi fyrstu ár, enda þótt við hefðum engan
kennara og staðan væri oft ruglingsleg á vell-
inum. Flestir okkar áttu knattspyrnulögin, sem
Í.S.I. hafði gefið út, og kom oft fyrir, að á
því þurfti að halda, þegar ágreiningur var um
eitthvert atriði, að slá upp í þeim kladda. Ann-
ars voru aðstæður allar þannig, að ekki var
unnt að fara nákvæmlega út í þá sálma, hvað
löglegt var, t. d. voru mörkin oftast þannig, að
í staðinn fyrir markstengur voru settir stórir
steinar, og var þá markið kallað gull, og marka-
talan þá einnig talin í ,,gullum“. Kappleikir
voru þá oft á ári við Kára. Fóru þeir oftast
fram inni á Langasandi og síðar á gamla íþrótta-
vellinum, sem var uppi á söndum, skammt fyr-
ir sunan Hól.
Úrslit þeirra kappleikja, hvers um sig, eru nú
löngu gleymd, en hitt munum við, að það valt
á ýmsu með úrslitin, því þó að Kári ynni í dag,
þá vann K.A. í næsta mánuði, og þannig gekk
það koll af kolli.
Stjórn félagsins er óbreytt fyrstu fjögur árin.
Hafði þá fjölgað allverulega í félaginu, ýmsir
eldri félagar bætzt í hópinn, og um það leyti
eða árinu áður, komu í einum hóp og gengu í
félagið nokkrir drengir, sem voru úr Skarp-
héðni, en hann var þá lagður niður, og eftir
það hafa þau K.A. og Kári verið einu starfandi
knattspyrnufélögin á Akranesi. Var þá kosin
ný stjórn, er var þannig skipuð: Formaður
Ölafur Fr. Sigurðsson, ritari Jón Árnason, og
gjaldkeri Júlíus Þórðarson. Var Ólafur síðan
endurkosinn formaður um 11 ára skeið, til árs-
ins 1939, að einu ári undanskildu, 1935, er hann
baðst undan kosningu.
Án þess að gera á nokkurn hátt lítið úr starfi
annarra félagsmanna, fyrr eða síðar, þá er mér
óhætt að fullyrða, að Ólafur hefur verið okkar
mikilvirkasti formaður og félagi, og enginn hef-
ur fórnað félaginu meiri tíma af starfi sínu en
hann.
Tímamót.
Þegar hér er komið, hefst nýr þáttur í sögu
félagsins og starfi beggja knattspyrnufélaganna.
AFMÆLISBLAÐ K. A.
19
(1) Front Cover
(2) Front Cover
(3) Page [1]
(4) Page [2]
(5) Page [3]
(6) Page [4]
(7) Page [5]
(8) Page [6]
(9) Page [7]
(10) Page [8]
(11) Page 1
(12) Page 2
(13) Page 3
(14) Page 4
(15) Page 5
(16) Page 6
(17) Page 7
(18) Page 8
(19) Page 9
(20) Page 10
(21) Page 11
(22) Page 12
(23) Page 13
(24) Page 14
(25) Page 15
(26) Page 16
(27) Page 17
(28) Page 18
(29) Page 19
(30) Page 20
(31) Page 21
(32) Page 22
(33) Page 23
(34) Page 24
(35) Page 25
(36) Page 26
(37) Page 27
(38) Page 28
(39) Page 29
(40) Page 30
(41) Page 31
(42) Page 32
(43) Page 33
(44) Page 34
(45) Page 35
(46) Page 36
(47) Page 37
(48) Page 38
(49) Page [1]
(50) Page [2]
(51) Page [3]
(52) Page [4]
(53) Page [5]
(54) Page [6]
(55) Page [7]
(56) Page [8]
(57) Page [9]
(58) Page [10]
(59) Back Cover
(60) Back Cover
(61) Scale
(62) Color Palette
(2) Front Cover
(3) Page [1]
(4) Page [2]
(5) Page [3]
(6) Page [4]
(7) Page [5]
(8) Page [6]
(9) Page [7]
(10) Page [8]
(11) Page 1
(12) Page 2
(13) Page 3
(14) Page 4
(15) Page 5
(16) Page 6
(17) Page 7
(18) Page 8
(19) Page 9
(20) Page 10
(21) Page 11
(22) Page 12
(23) Page 13
(24) Page 14
(25) Page 15
(26) Page 16
(27) Page 17
(28) Page 18
(29) Page 19
(30) Page 20
(31) Page 21
(32) Page 22
(33) Page 23
(34) Page 24
(35) Page 25
(36) Page 26
(37) Page 27
(38) Page 28
(39) Page 29
(40) Page 30
(41) Page 31
(42) Page 32
(43) Page 33
(44) Page 34
(45) Page 35
(46) Page 36
(47) Page 37
(48) Page 38
(49) Page [1]
(50) Page [2]
(51) Page [3]
(52) Page [4]
(53) Page [5]
(54) Page [6]
(55) Page [7]
(56) Page [8]
(57) Page [9]
(58) Page [10]
(59) Back Cover
(60) Back Cover
(61) Scale
(62) Color Palette