loading/hleð
(27) Page 27 (27) Page 27
V. Niðurlæging. Með siðaskiptunum hefst nýtt tímabil í sögu íslend- inga, hið allra dapurlegasta, sem yfir þjóðina hefur komið. Til að lýsa aldarfari og hug manna eru vand- fundin önnur hæfilegri einkunnarorð en hinn alkunni vísufjórðungur Þórðar á Strjúgi, sem lifði á fyrstu öld þess: Reyndar verður stutt stund að standi náir íslands. Öllu fer jafnt og þétt hrakandi þangað til á síðara hluta 18. aldar; þá fer að bera á góugróðri nýs vors, sem að vísu er langt undan, en kemur þó. Lok tíina- bilsins eru ekki glögg, hér er helzt miðað við árið, sem verzlunareinokuninni var létt af, 1787. Við siðaskiptin tók konungur undir sig eignir klaustra og ýmsar aðrar jarðeignir, og er talið, að hann hafi nú haft ráð yfir svo sein fimmtung af jarð- eignum landsins. Arður af þeim rennur út úr landinu. Stefnan verður nú að hafa sem mest upp úr því. Næsta skrefið er, að þremur borgum í Danmörku er veittur einkaréttur að verzla við landið, öll önnur verzlun landsmanna við útlendinga er bönnuð, einokunar- 27


Frelsi og menning

Year
1944
Language
Icelandic
Pages
46


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Frelsi og menning
http://baekur.is/bok/e99e440d-84db-4055-b355-b94083fbafa1

Link to this page: (27) Page 27
http://baekur.is/bok/e99e440d-84db-4055-b355-b94083fbafa1/0/27

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.