loading/hleð
(42) Blaðsíða 38 (42) Blaðsíða 38
breytast eiginleikar þess smám saman. Dæmi þess er heimskauta— loft, sem myndast yfir snæbreiðum Kanada á veturna, og er því meginlandsloft. Oft eru nær engin ský í þvi heima fyrir. En stundum berst það hingað með suðvestanátt, sem kemur fyrir suð- urodda Grænlands. Þá hlýnar það neðan frá af sjónum og tekur í sig raka, svo að bólstraský og skúraský myndast. Þá verður hér útsynningur, snjó— og haglhryðjur, en bjart á milli. Einkenni á hlýju lofti eru helzt þessi. Loftið er stöðugt, þ.e, tiltölulega kalt neðst. Oft eru hitahvörf neðst eða nærri jörð og því lítil kvika. Veðrið er þoka, þokumóða eða úði. Skyggni er lélegt við jörð, en gott ofar. Alskýjað er af lágum skýjum, helzt þokuskýjum, en heið- skírt ofar. Daggarmark er hátt og lítill munur á því og hita. Helztu einkenni á köldu lofti eru hins vegar þessi: Loftið er óstöðugt, hitað neðan frá og oft mikil kvika. Veðrið er skúrir eða él, stundum hagl, og í hlýrri löndum oft þrumur. Skyggnið er gott, nema rétt í skúrunum eða éljunum. Skýin eru bólstraský eða skúraský, og oft léttskýjað með köflum. Daggarmark er lágt og allmikill munur á því og hitanum. S K I L A mörkum tveggja lofthafa, sem hafa ólíka eiginleika, svo sem hita og daggarmark, verða oft furðu skörp skil. Virðist svo sem lofthöfin blandist ógjarnan saman. Þessi skil heita ýmsum nöfnum eftir eðli sínu og hreyfingarstefnu. Sameiginlegt er þeim þó flestum, að hlýrra lofthaf breiðist yfir hið kaldara, svo að skilflöturinn hallast verulega. Er hlutfallið milli hæð- ar og breiddar skilanna oftast frá 1:50 að 1:150. Eðlilegast væri reyndar að hlýja loftið breiddist algerlega yfir það kalda en það er vindurinn, sem hindrar, að svo verði. Eins og skilj— anlegt er, verða oft hitahvörf við skilflötinn, að minnsta kosti verður hitafallið með hæð alltaf minna þar en bæði fyrir ofan skilflötinn og neðan. Það er sérkennandi fyrir skil, að það lofthafið, sem er hlýrra í veðrahvolfi, er oftast kaldara í heiðhvolfi. Hefur þetta mikil áhrif á háloftavindana, því að breyting þeirra með hæð fer eftir hitaskilyrðum, eins og áður er getið.
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Blaðsíða 69
(74) Blaðsíða 70
(75) Blaðsíða 71
(76) Blaðsíða 72
(77) Blaðsíða 73
(78) Blaðsíða 74
(79) Blaðsíða 75
(80) Blaðsíða 76
(81) Blaðsíða 77
(82) Blaðsíða 78
(83) Blaðsíða 79
(84) Blaðsíða 80
(85) Blaðsíða 81
(86) Blaðsíða 82
(87) Blaðsíða 83
(88) Blaðsíða 84
(89) Blaðsíða 85
(90) Kápa
(91) Kápa
(92) Kvarði
(93) Litaspjald


Flugveðurfræði

Ár
1961
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
91


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Flugveðurfræði
https://baekur.is/bok/694e5f3b-a16a-4cd6-99b2-70cc7dc39c78

Tengja á þessa síðu: (42) Blaðsíða 38
https://baekur.is/bok/694e5f3b-a16a-4cd6-99b2-70cc7dc39c78/0/42

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.