loading/hleð
(14) Page 8 (14) Page 8
8 vilja sjálfra þeirra. J>ví pótt kirkjusiðirnir segðu svo fyrir, að brúðurin væri spurð við giptinguna, hvort það væri fús vilji hennar, pá var hverri stúlku alveg ómögulegt að lcomast undan að játa því, pótt hún liefði heldur viljað láta lífið en giptast peim manni, sem hún var þannig neydd að eiga. Stundum var líka dætrunum stung- ið í kiaustur, þegar vandamenn peirra pörfnuð- ust arfs þeirra, en gátu ekki náð honum á laga- legan hátt með öðru móti. |>að má nærri geta, hvort pær stúlkur, sem ekki höfðu sjeð annað af lífinu en hjartari hliðina, og lilaut pví að þykja pað fýsilegt, og væntu margs af ókomna tímanum,hafi verið ánægðar með að segja skilið við glaum og gleði,æsku og ást, og grafa sig lifandi í klaustrum, opt undir hendi ónærgætinna um- sjónarkvenna eða ahbadísa. En pegar pessu var andæpt, settu menn upp guðræknissvip og báru fyrir sig boð guðs og ritningarinnar. Stu- art Mill hefir pví ekki sagt of mikið, pegar hann sagði, að pegar eitthvert málefni væri svo illt og svo gagnstætt allri mannúð og rjettlæt- istilfinningu, að pað væri óafsakanlegt, pá hafi menn hlaupið 1 trúarbrögðin og sagt, að pau skipuðu svo fyrir, rangfært og hártogað pau, og pótzt gjöra pað allt guðs vegna. J>að er auðvitað, að til hefir verið fjöldi kvenna á öllum öldum, sem notið liefir fulls jafnrjettis við karlmenn, bæði hjá feðrum sín- um og eiginmönnum, en pað liefir pá verið


Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna

Year
1888
Language
Icelandic
Pages
52


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna
https://baekur.is/bok/ec71321a-5fca-490f-9a10-7a1d021e7a2f

Link to this page: (14) Page 8
https://baekur.is/bok/ec71321a-5fca-490f-9a10-7a1d021e7a2f/0/14

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.