loading/hleð
(10) Blaðsíða 8 (10) Blaðsíða 8
mannsins dugðu ekki til framfærslu fjölskyldunnar. Á tímabilinu frá 1890 til 1940 lækkar fæðingartíðni jafnt og þétt hér á landi. Þá gerðist það sem á ensku er nefnt "The baby boom" eða bamasprengingin, og fæðingartíðni óx stöðugt fram um 1960, þegar nýjar getnaðarvamir komu til sögunnar- pillan. 32) Eftir það snarlækkar tíðnin og lækkar enn. Hér er komið að þáttaskilum. Möguleikinn á því að ákveða sjálfar bamafjöldann hefur valdið þáttaskilum í sögu kvenna og hefur veitt þeim ný og áður óþekkt tækifæri til þess að skipuleggja líf sitt. Sumir sagnfræðingar telja, að endurskoða þurfi tímabilaskipti í sögunni, og sé þetta atriði mun afdrifaríkara en mörg önnur, sem miðað hefur verið við fram að þessu: efnahagsbreytingar, styijaldir, byltingar eða kóngar. Samkvæmt hegningarlögunum frá 1869 vom fóstureyðingar bannaðar og lágu þung viðurlög við.Ljóst er, að farið var í kringum lögin og þau brotin. í kjölfar mikilla umræðna um þungunarvamir og fóstureyðingar fyrir og eftir 1930 vom samþykkt lög um leiðbeiningar fyrir konur um vamir gegn því að verða bamshafandi og um fóstureyðingar nr. 38/1935. 33) Vilmundur Jónsson landlæknir samdi fmmvarpið f samráði við lækna og fór það í gegnum þingið án nokkurra andmæla. Þetta em afar meririleg lög, sem þegar í stað vöktu mikla athygli austan hafs og vestan enda hin fyrstu sinnar tegundar. Vilmundur skrifaði grein um þau í læknatímaritið The Lancet í nóvember 1937. Hvergi svo vitað sé höfðu verið sett lög af þessu tagi. Samkvæmt þeim var lækni skylt að láta konu í té leiðbeiningar til þess að koma í veg fyrir að hún yrði bamshafandi ef hún var sjúk á þann hátt, að hættulegt væri fyrir hana að ala böm. 34) Vilmundur taldi tveimur ámm seinna að reynslan af lögunum væri góð. Læknar hefðu nú lög að fara eftir og fylgdu þeim með fáum undantekningum. Það vekur furðu, að fóstureyðingum fækkaði að mun fyrstu árin eftir setningu laganna. Af konum, sem fengu fóstureyðingu samkvæmt lögunum vom langflestar giftar og úr verkalýðsstétt. Algengasta ástæðan vom berklar, sem þá vom landlægir á íslandi. Ástæður vom læknisfræðilegar nema í nokkmm tilvikum, þegar um var að ræða félagslegar ástæður, einkum sára fátækt og atvinnuleysi, ennfremur var mjög stór bamahópur tekinn til greina. Árið 1938 vom samþykkt lög nr. 16/1938 um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fóllri er koma í veg fyrir að það auki kyn sitt. 35) f þessum lögum em viðbótarákvæði um fóstureyðingar, sem em nú leyfðar, ef nauðgun hefur átt sér stað og ef bamið er í mikilli hættu af einhveijum ástæðum, Ld.


Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld

Ár
1987
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld
https://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 8
https://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.