![loading/hleð](/images/loadingkey-7e99e1159a3686f6aa4f90043c554483.gif)
(3) Blaðsíða 1
I. Nær alla 19. öld var réttarstaða íslenskra kvenna sú, að þær höfðu engin
lagaleg réttindi, hvorki pólitísk né efnahagsleg réttindi, þær höfðu ekki rétt til
skólagöngu í æðri skóla og giftar konur réðu hvorki yfir eignum sínum né tekjum.
Enda þótt flest lög, sem valdið hafa breytingum á réttarstöðu kvenna á íslandi
séu bundin 20. öld bar þó málefhi kvenna á góma í örfá skiptí á Alþingi frá miðri 19.
öld. Ég mun því í upphafi geta um nokkrar lagasetningar af því tagi. Þar er í fyrsta
lagi um að ræða tilskipun um breytingar á erfðalögunum á íslandi frá
1850,1) en með henni var dætrum veittur sami erfðaréttur og sonum. Fram að þeim
tíma höfðu dætur erft helming á við syni. Rökstuðningur þingmanna var að slíkt
ákvæði væri meir að skapi landsmanna. 2) Með þessari lagasetningu gengu
Islendingar á undan Dönum, sem settu sams konar lög sjö árum síðar, og íjórum
ámm á undan Norðmönnum, en Svíar höfðu sett slík lög 1845. Þessi réttarbót komst
hér á átakalaust og nær hálfii öld áður en skipulögð kvennahreyfing kom fram hér á
landi. Frumkvæðið kom frá þingmönnum en ekki frá stjómvöldum í
Kaupmannahöftt. Hvetju jafn erfðaréttur breyttí fyrir konur er óljóst, en hugsanlega
má telja að hann hafi bætt efnahagslega stöðu þeirra. Rannsóknir á Norðurlöndum
sýna, að oft gengu býli óskipt til dætra fyrir daga jafns erfðaréttar.
Næst er til að taka, að með opnu bréfi nr. 3/1861, 4. janúar, urðu
ógiftar konur myndugar 18 ára með tílsjónarmanni, en fullmyndugar 25 ára. 3)
En konur missm myndugleika við giftingu. Það er því ljóst, að hjúskaparstaða hafði
önnur áhrif á konur en karla. Með öðrum orðum - það breytti ekki stöðu karla í
samfélaginu, hvort þeir vom giftir, ógiftir eða ekkjumenn, þeir nutu sömu réttinda,
en að því er konur snerti, hafði það afdráttarlaus áhrif á réttarstöðu þeirra hvort þær
voru giftar eða ógiftar. Eiginmaðurinn hafði yfir að ráða öllum fjármálum. Það sem
konan kom með í búið við stofnun hjúskapar varð eign búsins auk þess það sem hún
aflaði sjálf. Hjón gátu gert með sér kaupmála um séreignir hvors um sig en ef svo
var gert varð konan að hafa tilsjónarmann þar sem hún var ómyndug.
Eiginmaðurinn gat því farið með eignir búsins að vild. Baráttan fyrir bættri
réttarstöðu giftra kvenna var háð utan þings og innan frá þvf að Bríet
Bjamhéðinsdóttir kvaddi sér hljóðs 1885 4) og ffá 1891, að Skúli Thoroddsen og
Ólafur Ólafsson hófu sókn á þingi fyrir réttarbótum kvenna og fluttu hvert
frumvarpið á fætur öðru á öllum þingum síðasta áratugar 19. aldar. Baráttu þeirra
fyrir bættri réttarstöðu giftra kvenna lauk með því, að aldamótaárið voru sett lög
um fjármál hjóna nr. 3/1900. 5) Helzta breytíngin sem lögin fólu í sér var að
giftar konur urðu myndugar. Ennfremur var kaupmálagerð gerð einfaldari - en sem
fyrr hafði bóndi yfirráð yfir búinu. Hér er um merkan áfanga að ræða.
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Kvarði
(26) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Kvarði
(26) Litaspjald