loading/hleð
(13) Blaðsíða 11 (13) Blaðsíða 11
um laun starfsmanna rfkisins frá 1945 stendur: Við skipun í starfsflokka og flutning milli launaflokka skulu konur að öðru jöfnu hafa sama rétt og karlar."47) Þetta ákvæði komst ekki í lögin átakalaust, heldur höfðu konur beitt öllum þeim ráðum, sem tiltæk voru, og gengu á fund ráðherra með niðurstöður rannsókna á kjörum kvenna, sem þær höfðu látið gera, sem leiddi í ljós mikið misrétti í launamálum. Þama var áfanga náð og næstu 9 ár var þessi lagagrein bakhjarl, sem krafa um lagfæringar byggðist á. En stakkurinn var þröngur því að launalögin miðuðu við gamalt mat á störfum, sem konur unnu að mestu leyti eða öllu. En stundum var hægt að hnika til starfsheitum og lagfæra með ýmsum hætti. Á hinn bóginn máttu konur enn una við lægri laun en karlar fyrir sömu störf, því að lögin voru þverbrotin og störf áfram flokkuð eftir því hvort um kvenna- eða karlastörf væri að ræða. í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38/1954 segir í lok 3.gr.: "Konur og karlar hafa jafnan rétt til opinberra starfa og sömu launa fyrir sömu störf." 48) Mjög þótti hafa þokast í jafnréttisátt með þessu ákvæði. Allan sjötta áratug voru lögð fram á þingi hvert frumvarpið á fætur öðru um launajafnrétti, sem ekki voru útrædd eða dagaði uppi. KRFÍ átti um þau mörg frumkvæði og beitti sér fyrir aðgerðum með ýmsum hætti. Sögulegur áfangi varð í launamálum 1958, þegar ísland fullgilti jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar frá 1951. 49) Þarmeð hafði ríkisstjómin skuldbundið sig til að vinna að því að koma á launajafnrétti. Aðgerðir í þá átt voru lög um launajöfnuð karla og kvenna nr. 60/1961, en samkvæmt þeim skyldu laun kvenna hækka á árunum 1962-1967 tíl jafns við laun karla fyrir sömu störf í eftirfarandi starfsgreinum: almennri verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verzlunar-og skrifstofuvinnu. 50) Eðlilegt þótti, að atvinnuvegimir fengju nokkurt ráðrúm til að samlagast hinum nýju viðhorfum í kjaramálum kvenna og til þess var talið, að 6 ár væri nægur tími. Launajafnaðamefnd starfaði þessi ár, en miklar pólitískar deilur urðu um skipan þessara mála. Þess ber að geta, að kvennasamtökin í landinu vora hlynnt lögunum. Árið 1963 fullgilti fsland samþykkt nr. 111 um misrétti með tilliti til atvinnu og starfs, sem gerð var á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar 1958. 51) Árið 1973 vom sett lög um Jafnlaunaráð, sem starfaði á árunum 1973-1976. 52) Það hafði hvorki starfsmenn né skrifstofuaðstöðu, en staðfesti tvær meginreglur: 1. um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf, og 2. atvinnurekendum var óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði. Arftaki Jafnlaunaráðs var


Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld

Ár
1987
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Breytingar á réttarstöðu íslenskra kvenna á 20. öld
https://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 11
https://baekur.is/bok/f220480d-dfcb-4e14-9632-c7ab628fa96a/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.