![loading/hleð](/images/loadingkey-7e99e1159a3686f6aa4f90043c554483.gif)
(17) Blaðsíða 15
óánægðar með þessi ákvæði skattalaga og kvenréttindafélög um allan heim höfðu þá
tekið upp baráttu gegn slíku.
í fyrstu munu fáir aðrir en kvenréttindakonur hafa lagt eyru við skattamálinu.
Smám saman breyttist almenningsálitið og sú skoðun átti æ meira fylgi að fagna, að
samsköttun hjóna væri óréttlát, ef bæði vinna fyrir launum utan heimilis. Þá er það
ljóst, að eftir þvf sem konur fóru í æ ríkara mæli á vinnumarkað til að afla tekna
ásamt eiginmanni, fór óánægja með hjónasköttunina sívaxandi, þar sem tekjur
eiginkonu fóru nær alltaf í efri þrep skattstigans. Það borgaði sig alls ekki fyrir fólk
að gifta sig, ef bæði hjónin vildu vinna utan heimilis eða þurftu, og fældi margar
giftar konur frá því að starfa utan heimilis.
Sumarið 1957 skipaði fjármálaráðherra nefnd í skattamálum sem í áttu sæti tvær
konur. Fullvíst er, að það var beinn árangur af starfi KRFÍ, en það hafði ekki áður
gerst, að konur ættu sæd í stjómskipaðri skattamálanefnd. Árangur starfsins varð þó
nokkur og í lögum frá 1958 komu ákvæði um, að skattskyldar tekjur, sem gift kona
aflar með vinnu utan heimilis, megi lækka um helming við skattlagningu þeirra hjá
eiginmanninum. 61) Jafnframt var hjónum, sem bæði höfðu launatekjur, heimilt að
greiða skatt af sértekjum sínum sem um tvo einstaklinga væri að ræða, ef þau teldu
það henta sér betur en 50% frádráttarreglan. Nýmæli var, að einstæðir foreldrar,
sem höfðu fyrir heimili að sjá, greiða nú eftir sama skattstiga og hjón og fá nú
skilyrðislaust aukinn frádrátt fyrir böm sín. Öll nýmæli laganna vom til bóta og
miðuðu að því, sem KRFÍ hafði beitt sér fyrir, að íþyngja ekki hjónum umfram
einstaklinga og auðvelda konum starfsval, þegar skattalögin hegna ekki lengur
giftum konum fyrir það að velja sér annað ævistarf en heimilisstörf.
Nú varð að lögum, að skattaframtalið væri ekki gilt nema bæði hjónin skrifuðu
undir. Það var gömul krafa kvenréttindafélaga víða um lönd, að konan, sem bar
ábyrgð á skattgreiðslunni ásamt manni sínum, án þess oft að hafa hugmynd um
fjárhaginn eða skattaframtalið, undirriti skattskýrsluna. Það er athyglisvert, sem
stendur í greinargerð með ffumvarpinu: "Kvenréttindakonur hafi lagt áherzlu á, að
konur eigi að undimta skattaframtölin með mönnum sínum."
Enda þótt engar breytingar hafi verið gerðar næstu tvo áratugi, hljóðnuðu ekki
raddir þeirra, sem kröfðust sérsköttunar hjóna. En þetta hagsmunamál kvenna var
afar þungt í vöfum allt til ársins 1976, að lagt var ffam frumvarp til nýrra laga um
tekjuskatt og eignaskatt, sem fól í sér gagngerar brcytingar á skattakerfinu. Látið var
í veðri vaka, að frumvarpið fæli í sér sérsköttun hjóna þótt svo væri alls ekki í raun.
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Kvarði
(26) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Kvarði
(26) Litaspjald