loading/hleð
(30) Blaðsíða 24 (30) Blaðsíða 24
24 hvöturo og óbifanlegri staðfestu í fyrirætlan minni, að rjett- læta þær vonir, sem þjer hafið vakið um mig«. Og þetta gerði hún. Eptir að hún var búin á háskdlanum, fór hún til Lundúna og Parísarborgar, til þess að taka meiri framförum í læknisfræði, og settist síðan að í New York sem læknir í kvcnnsjúkdómum og barnasjúkdómum. 1857 stofnaði hún sjerstakan spítala fyrir kvennlækna, til þess að þeir þyrftu eigi að vera koxnnir upp á liáskóla, sem neituðu eða gerðu það með illu að lofa þeim að ganga á spítalana. Hún veitti særðum hermönnum læknishjálp í stríðinu, eins og áður er á vikið. Hún hefur ritað ýms rit. Par á meðal er eitt, sem er útlagt á dönsku; það kom út í fyrra og heitir »Yore Sönners og Döttres sædelige Opdragelse«. Eptir að hún liafði tekið læknispróf, hafa ýmsar konur komið á eptir — þar á meðal systir hennar Emilia Blackwell — og síðan hafa Jsvo margar numið læknisfræði, að 1883 voru kvennlæknar í Ameríku yfir 500 að tölu og hafa stórum fjölgað síðan. pá hafa konur enn fremur fengið um síðir að ganga á menntastofnanir fyrir guðfræðinga. Konur í Ameríku höfðu þegar fyrir löngu haldið ræður fyrir mönnum um trúarefni, en þær höfðu eigi fengið vígslu; það var fyrst árið 1853, að Autoinotte Brown var vígð sem kvennprestur meðal metodista. Hún er mjög trúrækin og áköf með kvennfrelsi. Á flestum kvennfrelsisfundum komu prestar eða aðrir með ýmsar setn- ingar úr biblíunni, til þess að sýna, hversu jafnrjetti kvenna væri gagnstætt guðs orði. En þar var Antoinette Brown að mæta, og hafði hún á reiðum höndum tíu staði fyrir einn til þoss að sanna, að jafnrjettið væri heimilað í biblíunni. Hún er mjög látlaus í framgöngu sinni og vel mælsk. Síðan bafa ýmsar konur verið vígðar til prests, t. a. m. Olympia Brown og Phobo Hanaford; hin síðarnefnda er gipt og á mörg börn; elur hún þau upp, sjer um störf á heimili sínu, heldur kvennaskóla og hefur ritað ýmsar góðar bækur. Hún varð prestur 1869 og hefur mikið álit. J>ví segir fundarstjóri á einum kvennfundi 1870: »J>essi kona er prestur við einhverja
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Kápa
(6) Kápa
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Blaðsíða 21
(28) Blaðsíða 22
(29) Blaðsíða 23
(30) Blaðsíða 24
(31) Blaðsíða 25
(32) Blaðsíða 26
(33) Blaðsíða 27
(34) Blaðsíða 28
(35) Blaðsíða 29
(36) Blaðsíða 30
(37) Blaðsíða 31
(38) Blaðsíða 32
(39) Kápa
(40) Kápa
(41) Saurblað
(42) Saurblað
(43) Band
(44) Band
(45) Kjölur
(46) Framsnið
(47) Kvarði
(48) Litaspjald


Um frelsi og menntun kvenna

Ár
1885
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Um frelsi og menntun kvenna
https://baekur.is/bok/682ce388-d921-4f93-9183-180e0540fd8c

Tengja á þessa síðu: (30) Blaðsíða 24
https://baekur.is/bok/682ce388-d921-4f93-9183-180e0540fd8c/0/30

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.