loading/hleð
(21) Page 17 (21) Page 17
Frumatriði þessara skýringa er þetta. Við athugum, hvaða kraftar orka á loftið og hreyfingu þess. Ef þessi kraftar eru í jafnvægi, vega hverjir upp á móti öðrum, er loftið á jafnri hreyfingu, sem oftast má reikna út. Ti'i þess að nefna hliðstætt dæmi skal hér minnzt á gervitungl. Þar vega nákvæmléga hvort á móti öðru þyngdarafl jarðar og miðflóttaaflið, sem stafar af hringhreyfingu gervitunglsins, en til þess að svo verði, þarf það að halda tilteknum hraða. Sé hins vegar ekki jafnvægi milli kraftanna, er hraðinn að breytast, og þá verður erfiðara að finna hann. Þess vegna reiknum við oftast með, að kraftarnir, sem á loftið orka, séu í jafnvægi, og venjulega fæst á þennan hátt merkilega gott samrsani milli útreiknaðs vindhraða og vindathugana. Kraftar sem orka á vindinn Þrýstikraftur. Sá kraftur, sem er nauðsynlegur til þess að loftið komist á hreyfingu, er þrýstikrafturinn. Hann orkar beint frá hærri að lægri þrýstingi, þvert á þrýstilínur, og er því meiri sem þær eru þéttari. Þetta er þvl eins konar sogkraftur frá háþrýstisvæðum til lægða. Coriolis—kraftur. Ætla mætti, að vindar blésu beinustu leið frá hærri að lægri þrýstingi. Svo er þó ekki. Aðalorsök þess er snúningur jarðarinnar. Hann hefur áhrif á alla hluti, sem hreyf— ast á yfirborði hennar og ekki sízt á loftstraumana. Hann orkar sem kraftur þvert á hreyfingarstefnu allra hluta, til hægri á norðurhveli, en til vinstri á suðurhveli, og þvi öflugri verður hann, sem hraðinn er meiri. Meðal annars verður að taka þennan kraft til greina, þegar reiknaðar eru brautir langdrægra byssu— kúlna. Þessi kraftur er kenndur við franskan stærðfræðing, sem rannsakaði hann, og nefndur Coriolis-kraftur. Hann verður að engu við miðjarðarlínu, en nær hámarki við heimskautin. Miðflóttaaf1. Þegar vindurinn breytir um stefnu á leið sinni yfir lönd og höf, orkar miðflóttaaflið á hann. Það er sama aflið og þeytir bílum út af vegum, ef þeir hafa of mikla ferð á beygjum. Það orkar til hægri, ef vindurinn sveigir til vinstri, en til vinstri, ef vindurinn sveigir til hægri. Viðnámskraf tur. A leið sinni eftir yfirborði jarðar mætir vindurinn meira eða minna viðnámi, sem dregur úr hraðanum. Það orkar ekki þvert á hreyfingarstefnuna, eins og kraftarnir, sem áður eru taldir, heldur beint á móti henni.
(1) Front Cover
(2) Front Cover
(3) Page [1]
(4) Page [2]
(5) Page 1
(6) Page 2
(7) Page 3
(8) Page 4
(9) Page 5
(10) Page 6
(11) Page 7
(12) Page 8
(13) Page 9
(14) Page 10
(15) Page 11
(16) Page 12
(17) Page 13
(18) Page 14
(19) Page 15
(20) Page 16
(21) Page 17
(22) Page 18
(23) Page 19
(24) Page 20
(25) Page 21
(26) Page 22
(27) Page 23
(28) Page 24
(29) Page 25
(30) Page 26
(31) Page 27
(32) Page 28
(33) Page 29
(34) Page 30
(35) Page 31
(36) Page 32
(37) Page 33
(38) Page 34
(39) Page 35
(40) Page 36
(41) Page 37
(42) Page 38
(43) Page 39
(44) Page 40
(45) Page 41
(46) Page 42
(47) Page 43
(48) Page 44
(49) Page 45
(50) Page 46
(51) Page 47
(52) Page 48
(53) Page 49
(54) Page 50
(55) Page 51
(56) Page 52
(57) Page 53
(58) Page 54
(59) Page 55
(60) Page 56
(61) Page 57
(62) Page 58
(63) Page 59
(64) Page 60
(65) Page 61
(66) Page 62
(67) Page 63
(68) Page 64
(69) Page 65
(70) Page 66
(71) Page 67
(72) Page 68
(73) Page 69
(74) Page 70
(75) Page 71
(76) Page 72
(77) Page 73
(78) Page 74
(79) Page 75
(80) Page 76
(81) Page 77
(82) Page 78
(83) Page 79
(84) Page 80
(85) Page 81
(86) Page 82
(87) Page 83
(88) Page 84
(89) Page 85
(90) Back Cover
(91) Back Cover
(92) Scale
(93) Color Palette


Flugveðurfræði

Year
1961
Language
Icelandic
Pages
91


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Flugveðurfræði
https://baekur.is/bok/694e5f3b-a16a-4cd6-99b2-70cc7dc39c78

Link to this page: (21) Page 17
https://baekur.is/bok/694e5f3b-a16a-4cd6-99b2-70cc7dc39c78/0/21

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.