loading/hleð
(11) Page 9 (11) Page 9
Kvennalistinn vill: 9 að framlag til lista og menningarmála verði bundið við ákveðna hlut- fallstölu á fjárlögum svo að listastofnanir og einstaklingar þurfi ekki að heyja baráttu fyrir tilveru sinni ár hvert, $ að sérstaklega verði hlúð að nýsköpun — grasrótinni — í listum með fjárframlögum, húsakosti, aðstoð við frjálsa hópa og unga listamenn. Á þeim vettvangi er oft greiðari leið fyrir konur til að koma verkum sínum á framfæri en innan stofnana, 9 að starfslaunasjóðir listamanna verði endurskipulagðir og efldir í samræmi við framkomnar tillögur Bandalags íslenskra listamanna, 9 að flokkspólitísk ráð og stjórnir verði lögð niður á öllum sviðum menningar og lista, 9 að listaskólar verði styrktir að því marki að efnahagur foreldra ráði ekki úrslitum um hvort börn og unglingar geti stundað þar nám, 9 að listmenntun verði aukin í skólum og listamenn kynni þar verk sín. Heimsóknir skólabarna í leikhús, söfn og á tónleika verði fastur liður í starfsemi skóla, nemendum að kostnaðarlausu, 9 að áhugastarf á sviði lista og menningar um allt land verði eflt. Þar er grundvöllur hins almenna menningaráhuga hér á landi og farvegur fyrir þátttöku almennings í hvers kyns sköpun. Kvennalistinn leggur áherslu á að blómlegt menningarlíf í dreifbýli er ein höfuðforsenda árangurs- ríkrar byggðarstefnu, 9 að Ríkisútvarpinu verði tryggður rekstrargrundvöllur svo það geti staðið við það upplýsingar- og menningarhlutverk sem því er ætlað. 9


Stefnuskrá í landsmálum 1987

Year
1987
Language
Icelandic
Pages
52


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Stefnuskrá í landsmálum 1987
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63

Link to this page: (11) Page 9
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63/0/11

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.