loading/hleð
(44) Blaðsíða 42 (44) Blaðsíða 42
Friðar- og utanríkismál íslendingar hafa aldrei borið vopn á aðrar þjóðir. Því er eðlilegt að við gerumst boðberar frið- ar og afvopnunar í heiminum og látum til okkar taka á alþjóðavettvangi sem friðflytjendur, ekki síst vegna þess að við búum mitt á milli risaveld- anna tveggja. Valdbeiting, ofbeldi og virðingarleysi við allt sem lífsanda dregur hefur um of verið ríkjandi við stjórnun heimsins. Að baki liggur hugarfar sem er í hrópandi andstöðu við menningu kvenna sem þiggur lífskraft sinn frá endurnýjun lífsins, vemd- un þess og viðhaldi. Kvennalistinn vill breyta þessu hugarfari. Við verðum að bytja á okkur sjálfum og þeim sem næst okkur standa, en beina síðan sjónum út í hinn stóra heim. ís- lenskar konur hafa vakið athygli um heim allan vegna aðgerða sinna og nýrra hugmynda í kvenfrelsisbaráttu. Við eigum erindi við heiminn og því er brýnt að efla samskipti við allar þjóðir. Sú heimsmynd sem blasir við mannkyninu er ekki glæsileg. Hungur, sjúkdóm- ar, fáfræði og atvinnuleysi bíða milljóna manna. Á meðan veltir hluti hins vest- ræna heims sér upp úr allsnægtum og það sem meira er, leyfir sér að eyða og sóa auðlindum heimsins og menga jörðina sem tilheyrir okkur öllum. Þetta er sið- leysi sem ekki má lengur viðgangast. Mengun sjávar ógnar afkomu íslendinga um leið og hún er ógnun við allt líf- ríki jarðar. Því stendur það okkur nærri að vinna gegn mengun, auðlindasóun og gróðureyðingu. Við erum í hópi þeirra þjóða sem eru vel aflögufærar. Okkur ber að leggja okk- ar skerf til þróunarstarfs meðal þeirra sem þurfa og óska aðstoðar. ísland er einn möskvinn í hernaðameti stórveldanna. Á undanförnum árum höfum við flækst æ fastar í því neti. Hernaðarumsvif hafa aukist verulega á seinni árum. Nýjar vígvélar, olíuhöfn, ratsjárstöðvar og flugskýli sem þola kjarn- orkuárás sýna hvemig ísland er notað sem víghreiður. Kvennalistinn er andvígur hugarfari hermennskunnar. Við viljum stöðva allar hernaðarframkvæmdir hér á landi þegar í stað og vinna gegn öllum hernaðar- bandalögum. Almenningur hér sem annars staðar verður að rísa gegn þeirri hernaðarhyggju sem mótar afstöðu þeirra sem fara með völdin. Við getum ekki falið örfáum mönnum líf okkar og framtíð. Því tökum við afstöðu með þeim sem vinna að friði í heiminum og stefna að friðlýstu íslandi án vígbúnaðar, í heimi án hernaðarbandalaga. 42
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Kápa
(52) Kápa
(53) Kvarði
(54) Litaspjald


Stefnuskrá í landsmálum 1987

Ár
1987
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
52


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá í landsmálum 1987
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63

Tengja á þessa síðu: (44) Blaðsíða 42
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63/0/44

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.