loading/hleð
(21) Blaðsíða 21 (21) Blaðsíða 21
III Lífið á jörðinni hefnr aldrei verið eins ríkt að and- stæðum og á vorum dögum — aldrei lengra bil milli liæstu þekkingar og dýpstu fáfræði, milli sárustu örbirgðar og fyllstu allsnægta, aldrei víðara haf milli voveiflegustu staðreynda og djörfustu drauma. I fyrsta skipti í sögu mannkynsins stendur það andspænis þeim möguleika, að lífi þess verði eytl í einni svipan, jörð þess lögð i eyði. Að vísu skilja of fáir þessa staðreynd nægilega Ijósum skiln- ingi; í hugum fleslra er hún aðeins orð, sem ekki hrenn- ir sig í vitundina — og stjórnmálamenn leika sér að hug- tökum stríðs og friðar eins og börn að bolla. En að haki þeim leik láta höfuðsmenn lielztu stórveldanna beztu vísindamenn sína og tæknimeistara vinna dag og nótt og þindarlaust að l'ullkomnun þeirra vopna, sem ætlað er að eyða lífinu ef í harðhakkann slær — þannig að því stríði, sem hefði reynzt þrjú dagsiverk í fyrra, yrði kannski lokið á einum átla stunda vinnudegi að ári. Lengi lifi framfarirnar. En nákvæmlega á þessum sama tíma hillir upp þann möguleika á næsta leiti, að örbirgð, liungri, fáfræði og kúgun verði útrýmt úr heiminum — ef þeir, sem hafa mestan auð og mátt, snúa sér af alvöru að þvi verkefni. Og þó er sagan ekki fullsögð, því að landnám geimsins er á næstu grösum; barnabörn vor munu væntanlega fúlsa við hnattreisum og kjósa heldur hálfsmánaðarferða- lög um geimdjúpin. Það líður tæplega á mjög löngu, þangað til lystireisa til tunglsins verður vinsæll vinning- ur í happdrættum. Og vísindamennirnir brjóta efnið í æ smærri parta og uppgölva lögmál þess hvert á fætur öðru — þar sem sjálf afrek þeirra vekja ekki mesta furðu, lieldur gerð efnisins, þeir möguleikar sem i því lnia frá öndverðu. Samgöngulæknin veldur ]>ví, að heimurinn Stjórnmála- menn í boltaleik Happdrættis- vinningurinn 21


Sjálfstæði Íslands 1962

Ár
1962
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sjálfstæði Íslands 1962
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730

Tengja á þessa síðu: (21) Blaðsíða 21
http://baekur.is/bok/bdd273b0-382e-4f0b-8ada-033ba1212730/0/21

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.