loading/hleð
(10) Page 8 (10) Page 8
Menningarmál íslendingar eru þjóð sem á sameiginlega menningu, arfleifð og sögu. Óvíða er það brýnna en á íslandi að þjóðin tapi ekki vitund- inni um hvað geri hana að þjóð og mikilvægi þess fyrir sjálfstæði hennar að hún varðveiti menningu sína og tungu. Vegna fámennis er ábyrgð og frumkvæði hvers og eins mikilvægt. Menning er lifandi og breytileg en ekki kyrr- stæð frekar en lífið og þarfnast því stöðugrar endurnýjunar og aðhlynningar. Slíkt verður ekki tryggt með valdboði eða miðstýringu og því óvíða meiri þörf á valddreifingu. í gegnum aldirnar var það eðlilega að stórum hluta til í höndum kvenna að varðveita menningu þjóða í munnlegri geymd. Því stendur það okkur konum nærri að vernda þennan þátt mannlífsins og skilja mikilvægi hans. Konur sjá samhengið milli menningar og friðar, listuppeldis (sem byggir á samvinnu frek- ar en samkeppni) og friðaruppeldis, mannúðlegrar hugsunar og hinna mjúku gilda. Listamenn og konur eiga margt sameiginlegt. Báðir hóparnir eru á hátíðar- stundum kallaðir hornsteinar. Menning er hornsteinn þjóðar og tungu, konur hornsteinar fjölskyldunnar, en þegar kemur að því að meta hornsteinana til fjár kemur annað hljóð í strokkinn. Listamenn hafa fæstir fastar tekjur, þeir eiga ekki aðgang að lífeyrissjóði, eng- in eftirlaun (önnur en ellilaun) og arðsemi starfa þeirra verður ekki mæld eða metin með áþreifanlegum hætti. Síðast en ekki síst; allar breytingar byggja á hugmyndum. Hugmyndir verða til við sköpun. Líf kviknar af lífi. 8


Stefnuskrá í landsmálum 1987

Year
1987
Language
Icelandic
Pages
52


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Stefnuskrá í landsmálum 1987
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63

Link to this page: (10) Page 8
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63/0/10

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.