loading/hleð
(15) Page 13 (15) Page 13
Skóla- oq menntamál Konur hafa frá alda öðli borið hitann og þung- ann af uppeldi og fræðslu barna og unglinga. Þeim er því vel ljóst hversu ríkan þátt gott uppeldi og menntun eiga í varðveislu menningar, tungu og sjálfstæðis þjóðarinnar. Þjóðfélagsbreytingar hafa í auknum mæli fært hefðbundin störf kvenna sem unnin voru á heim- ilunum út á vinnumarkaðinn. Dagvistir og skólar hafa að hluta til tekið við því mikilvæga hlutverki að ala upp komandi kynslóðir. Því er brýnt að vel sé búið að uppeldisstarfi og menntun í landinu. Ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af framtíð menntunar hér á landi. Á undanförnum árum hefur verið sótt að skólakerfinu og það rifið niður í stað þess að byggja upp. Kennarar á öllum skólastigum flýja stétt sína vegna lélegra launa og mikils vinnuálags og leita annarra starfa. Réttindalaust fólk leysir þá af hólmi sem auð- vitað er óviðunandi lausn og stríðir gegn lögum. Á landsbyggðinni er ástandið hvað verst í þessum efnum. Stefnubreyting þarf að eiga sér stað og brýnt er að störf kennara verði metin að verðleikum. Framtíð íslands byggist á góðri menntun, góðum og vel búnum skólum, sem hafa vel menntaða og hæfa kennara í sinni þjónustu. 13


Stefnuskrá í landsmálum 1987

Year
1987
Language
Icelandic
Pages
52


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Stefnuskrá í landsmálum 1987
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63

Link to this page: (15) Page 13
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63/0/15

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.