
(24) Page 22
Atvinnumál
Þegar horft er á íslenskt atvinnulíf frá sjónar-
hóli kvenna, blasir sú staðreynd við, hversu lítið
tillit er tekið til þarfa fjölskyldunnar. Sá hugsun-
arháttur er ríkjandi, að fólkið sé til fyrir atvinnulíf-
ið en ekki atvinnulífið fyrir fólkið.
Annað einkenni á íslensku atvinnulífi er hve
störf eru misjafnlega metin. Varla þarf að taka
fram að lægst launuðu störfin eru unnin af
konum.
Þær mega ekki líta á slíka mismunun sem
óhagganlegt náttúrulögmál og verða að vinna
ótrauðar að viðhorfsbreytingu í þessum efnum.
Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að hægt sé að tryggja öllum laun sem duga
til framfærslu.
Með aukinni tækni er líklegt að störfum muni enn fækka hlutfallslega í frum-
vinnslugreinunum en fjölga í þjónustu og tæknigreinum.
Kvennalistinn hefur frá upphafi haft þá sérstöðu að hafna stóriðju. Stóriðju-
þráhyggja stjórnvalda hefur leitt til ótímabærra virkjanaframkvæmda og skulda-
söfnunar erlendis. Stóriðja er alltof dýr, mengandi, náttúruspillandi og veitir
fáum vinnu.
Matvælaiðnaður, smáiðnaður og léttur iðnaður af ýmsu tagi eru vænlegri
kostir. íslendingar eru fyrst og fremst matvælaframleiðendur og á því sviði eru
miklir möguleikar fyrir þjóð, sem státar af lítilli mengun, hreinu lofti og tæru
vatni.
Skammsýni og von um skjótfenginn gróða hefur um of einkennt íslenskt at-
vinnulíf. Hver einasta atvinnugrein er vörðuð dæmum um fljótfærni og fyrir-
hyggjuleysi, hvort sem um er að ræða stóriðju eða smáiðnað, loðdýrarækt eða
rækjuvinnslu, fiskeldi eða ferðaþjónustu.
Ástæðan er vanræksla stjórnvalda, sem látið hafa hjá líða að styrkja þann
grundvöll uppbyggingar og nýsköpunar sem felst í menntun og rannsóknarstarf-
semi.
Auðlindir lands okkar eru fyrst og fremst við sem byggjum þetta land, sú þekk-
ing og tæknikunnátta sem við búum yfir, fiskimið okkar, gróður landsins, jarð-
varmi og fallvötn. Kvennalistinn vill annars konar nýtingu á þessum auðlindum,
þar sem annað verðmætamat en stundargróði og rányrkja er stefnumótandi.
22
(1) Front Cover
(2) Front Cover
(3) Page 1
(4) Page 2
(5) Page 3
(6) Page 4
(7) Page 5
(8) Page 6
(9) Page 7
(10) Page 8
(11) Page 9
(12) Page 10
(13) Page 11
(14) Page 12
(15) Page 13
(16) Page 14
(17) Page 15
(18) Page 16
(19) Page 17
(20) Page 18
(21) Page 19
(22) Page 20
(23) Page 21
(24) Page 22
(25) Page 23
(26) Page 24
(27) Page 25
(28) Page 26
(29) Page 27
(30) Page 28
(31) Page 29
(32) Page 30
(33) Page 31
(34) Page 32
(35) Page 33
(36) Page 34
(37) Page 35
(38) Page 36
(39) Page 37
(40) Page 38
(41) Page 39
(42) Page 40
(43) Page 41
(44) Page 42
(45) Page 43
(46) Page 44
(47) Page 45
(48) Page 46
(49) Page 47
(50) Page 48
(51) Back Cover
(52) Back Cover
(53) Scale
(54) Color Palette
(2) Front Cover
(3) Page 1
(4) Page 2
(5) Page 3
(6) Page 4
(7) Page 5
(8) Page 6
(9) Page 7
(10) Page 8
(11) Page 9
(12) Page 10
(13) Page 11
(14) Page 12
(15) Page 13
(16) Page 14
(17) Page 15
(18) Page 16
(19) Page 17
(20) Page 18
(21) Page 19
(22) Page 20
(23) Page 21
(24) Page 22
(25) Page 23
(26) Page 24
(27) Page 25
(28) Page 26
(29) Page 27
(30) Page 28
(31) Page 29
(32) Page 30
(33) Page 31
(34) Page 32
(35) Page 33
(36) Page 34
(37) Page 35
(38) Page 36
(39) Page 37
(40) Page 38
(41) Page 39
(42) Page 40
(43) Page 41
(44) Page 42
(45) Page 43
(46) Page 44
(47) Page 45
(48) Page 46
(49) Page 47
(50) Page 48
(51) Back Cover
(52) Back Cover
(53) Scale
(54) Color Palette