loading/hleð
(33) Page 31 (33) Page 31
Kvennalistinn vill: 9 vinna að því að breyta viðhorfum fólks til fatlaðra þannig að talið verði eðlilegt að þeir taki þátt í daglegu lífi samfélagsins, námi og störf- um eins og hugur þeirra stendur til og geta leyfir, 9 að stjórnvöld framfylgi ákvæðum laga um fatlaða og tryggi að fé til framkvæmdasjóðs fatlaðra verði ekki skert, né heldur það fé sem þeim ber úr erfðafjársjóði, 9 að samanlagðar bætur fatlaðra verði aldrei lægri en lágmarkslaun í landinu og að bótafyrirkomulag sé ekki vinnuletjandi, 9 að þjónusta við fatlaða sé veitt í heimabyggð þannig að ekki þurfi að leita langan veg eftir henni. Þegar ekki verður hjá því komist að sækja annað og sérstaklega ef fötlun veldur búseturöskun mæti tryggingar kostnaði, 9 að þörfum fyrir sérkennslu verði fullnægt í samræmi við grunnskóla- lög og framlög til eflingar hennar fái timabundinn forgang við úthlutun íjár til menntamála, 9 að í lögum um framhaldsmenntun verði ákvæði sem tryggja fötluðum eðlilegan aðgang að framhaldsskólum, bæði hvað varðar endurmenntun og sérhæfða menntun, 9 að fleiri sambýli, meðferðarheimili og lítil vistheimili verði tekin í notkun og húsnæðislánakerfið geri fötluðum kleift að eignast eigið húsnæði, 9 að aðstoð við foreldra fatlaðra barna verði aukin til að mæta þeim út- gjöldum sem fötlun þeirra fylgir, möguleikar á skammtímavistun verði auknir og stuðnings^ölskyldum Qölgað, 9 að fjölgað verði vernduðum vinnustöðum og verulegt átak gert í at- vinnumálum fatlaðra, 9 að kjör starfsfólks sem vinnur við umönnun og þjónustu við fatlaða verði bætt í samræmi við mikilvægi þeirra. 31


Stefnuskrá í landsmálum 1987

Year
1987
Language
Icelandic
Pages
52


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Stefnuskrá í landsmálum 1987
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63

Link to this page: (33) Page 31
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63/0/33

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.