loading/hleð
(34) Page 32 (34) Page 32
Málefni aldraðra Neyðarástand ríkir nú víða í málefnum aldraðra og mun það fara versnandi ef ekki verður gert stór- átak til úrbóta. Árið 1985 voru 75 ára og eldri 6,9% af þjóðinni, en árið 2020 er áætlað að þessi aldurshópur verði um 11,7%. Fjöldi aldraðra er á biðlista eftir hentugu hús- næði. Margir þarfnast heimahjúkrunar og heimil- ishjálpar sem gerir þeim kleift að dveljast lengur á heimili sínu og kemur í veg fyrir eða styttir dvöl þeirra á stofnunum. Slíkt er ómetanlegt fyrir einstaklinginn en auk þess hefur það í för með sér betri nýtingu á hjúkrunarrými og sparnað fyrir þjóð- félagið. Breytingar á samfélaginu og fjölskyldugerð valda því að margir aldraðir búa við félagslega einangrun og iðjuleysi sem er heilsuspillandi. Margt gamalt fólk býr enn yfir starfsþreki sem mikilvægt er að nýta því sjálfu og þjóðfélaginu í hag. 32


Stefnuskrá í landsmálum 1987

Year
1987
Language
Icelandic
Pages
52


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Stefnuskrá í landsmálum 1987
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63

Link to this page: (34) Page 32
http://baekur.is/bok/66614bda-3f4f-411a-a471-edbb22aada63/0/34

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.