
(40) Page 38
Skattar
Skattheimta er nauðsynleg til að standa undir
margvíslegri þjónustu í þjóðfélaginu. Flestir vilja
hafa þjónustuna sem mesta, en skattana sem
lægsta. Þessi sjónarmið er oft erfitt að sætta.
Gagnrýni á íslenskt skattakerfi beinist einkum
að óréttlátri dreifingu byrðanna, sem sumpart
stafar af beinum skattsvikum og sumpart af mis-
munandi aðstöðu til löglegs undandráttar. Fólki
gremst eðlilega ef það greiðir hærri skatta en ná-
granninn, sem er tekjuhærri og berst meira á.
Þetta óréttlæti verður að leiðrétta með tvennum
hætti. Annars vegar þarf að efla rannsóknir og skattaeftirlit til þess að draga úr
skattsvikum, sem eru að sjálfsögðu lögbrot og þarf að fjalla um þau sem slík, en
ekki að blanda þeim saman við aðra umræðu um skatta.
Hins vegar þarf að endurskoða álagningarreglur með það að markmiði að ná
fram réttlátri dreifingu byrðanna. Slíkar reglur þurfa að vera í samræmi við raun-
verulegar aðstæður og taka tillit til þeirra.
Verulegar breytingar hafa verið gerðar á skattalögum á undanfömum árum og
oftast til hagsbóta fyrir fyrirtæki og velmegandi einstaklinga fremur en almennt
launafólk. Stefnan hefur verið að fletja út skattana, en sú breyting skilar sér að
fullu sem bein skattalækkun til hinna tekjuhæstu.
Óbeinir skattar vega þyngst í tekjuöflun ríkisins. Af þeim skilar söluskatturinn
mestu, stundum yfir 40% tekna ríkissjóðs. Söluskattskerfið sætir sívaxandi
gagnrýni, sem einkum felst í því að undanþágur séu of margar og undandráttur
algengur. í staðinn vilja margir koma á virðisaukaskatti, sem er þannig vaxinn
að hann fæst endurgreiddur á öllum stigum þar til kemur að neytandanum. Yrði
það enn ein skattbreytingin hinum efnaminnstu í óhag, ef virðisaukaskattinum
yrði komið á.
Heildarendurskoðun skattkerfisins hefur alltof lengi setið á hakanum. Við svo
búið má ekki lengur standa.
38
(1) Front Cover
(2) Front Cover
(3) Page 1
(4) Page 2
(5) Page 3
(6) Page 4
(7) Page 5
(8) Page 6
(9) Page 7
(10) Page 8
(11) Page 9
(12) Page 10
(13) Page 11
(14) Page 12
(15) Page 13
(16) Page 14
(17) Page 15
(18) Page 16
(19) Page 17
(20) Page 18
(21) Page 19
(22) Page 20
(23) Page 21
(24) Page 22
(25) Page 23
(26) Page 24
(27) Page 25
(28) Page 26
(29) Page 27
(30) Page 28
(31) Page 29
(32) Page 30
(33) Page 31
(34) Page 32
(35) Page 33
(36) Page 34
(37) Page 35
(38) Page 36
(39) Page 37
(40) Page 38
(41) Page 39
(42) Page 40
(43) Page 41
(44) Page 42
(45) Page 43
(46) Page 44
(47) Page 45
(48) Page 46
(49) Page 47
(50) Page 48
(51) Back Cover
(52) Back Cover
(53) Scale
(54) Color Palette
(2) Front Cover
(3) Page 1
(4) Page 2
(5) Page 3
(6) Page 4
(7) Page 5
(8) Page 6
(9) Page 7
(10) Page 8
(11) Page 9
(12) Page 10
(13) Page 11
(14) Page 12
(15) Page 13
(16) Page 14
(17) Page 15
(18) Page 16
(19) Page 17
(20) Page 18
(21) Page 19
(22) Page 20
(23) Page 21
(24) Page 22
(25) Page 23
(26) Page 24
(27) Page 25
(28) Page 26
(29) Page 27
(30) Page 28
(31) Page 29
(32) Page 30
(33) Page 31
(34) Page 32
(35) Page 33
(36) Page 34
(37) Page 35
(38) Page 36
(39) Page 37
(40) Page 38
(41) Page 39
(42) Page 40
(43) Page 41
(44) Page 42
(45) Page 43
(46) Page 44
(47) Page 45
(48) Page 46
(49) Page 47
(50) Page 48
(51) Back Cover
(52) Back Cover
(53) Scale
(54) Color Palette